Fara í innihald

Jötunheimar (Noregi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Jotunheimen)
Jotunheimen.
Útsýni frá Galdhöpiggen.
Við Besseggen er vinsæl gönguleið.

Jotunheimen eða Jötunheimar er fjalllendi í 1800-2400 metra hæð í Suður-Noregi sem þekur um 3500 ferkílómetra og hefur að geyma 20 hæstu fjöll Noregs þar á meðal Galdhöpiggen. Jotunheimen-þjóðgarðurinn var stofnaður innan svæðisins árið 1980 og þekur 1150 ferkílómetra. Gabbró er algengasta bergtegundin á svæðinu.

Fyrirmynd greinarinnar var „Jotunheimen“ á norsku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. september 2016.