Fara í innihald

William Hooker

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
William Jackson Hooker

Sir William Jackson Hooker (6. júlí 1785 – 12. ágúst 1865) var breskur grasafræðingur. Hann var vinur Sir Joseph Banks. Hooker kom í grasafræðileiðangur til Íslands sumarið 1809 en þá fór hann með tólgarkaupmönnum í ferð sem endaði með byltingu á Íslandi. Flestar glósur hans og teikningar úr þeirri för eyðilögðust í eldsvoða á heimsiglingunni en hann skrifaði eftir minni ferðasögu „Journal of a tour in Iceland“ sem var fyrst dreift 1811 og síðan endurprentuð 1813. Í þeirri bók eru ýmsar lýsingar á landsháttum en einnig lýsing á þeim atburðum sem gerðust þetta sumar sem Jörundur hundadagakonungur ríkti á Íslandi og þykir frásögn hans hliðholl Samuel Phelps og Jörundi.

Hann er fyrstur þremenninganna sem komu til Íslands á þessum tíma og létu prenta ferðasögur en hinir voru Mackenzie og Henderson.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]