José-Luis Munuera
José-Luis Munuera eða Munuera (f. 21. apríl 1972) er spænskur teiknari. Hann hefur komið að gerð ýmissa teiknimyndasagna, en er kunnastur fyrir að hafa gert fjórar sögur í bókaflokknum um Sval og Val á tíunda áratugnum í samstarfi við Jean-David Morvan.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]José-Luis Munuera fæddist í Andalúsíu og lærði teikningu í listaháskóla í Granada. Hann hóf snemma störf hjá teiknimyndasagnaútgefandanum Dupuis og kynntist þar höfundinum Jean-David Morvan. Árið 2004 var þeim félögunum falið að taka við bókaflokknum um Sval og Val.
Munuera, var mikill áhugamaður um japanska Manga-teiknimyndalist og innleiddi ýmsa þætti hennar inn í sögurnar, en að öðru leyti sóttu bækur þeirra Morvans mjög í hefbundinn sagnaarf Svals og Vals-bókanna, með vísunum í verk flestra fyrri höfunda.
Fjórða og síðasta bók þeirra Morvans og Munuera, Aux sources du Z, varð einkar umdeild, þar sem tímaferðalög komu mjög við sögu og Svalur kvæntist í bókarlok. Voru félagarnir sakaðir um að hafa leitt bókaflokkinn inn á þessar brautir í hefndarskyni eftir að ljóst varð að Dupuis-forlagið ætlaði að fela öðrum höfundum ritun sagnanna.
Árið 2017 kom út fyrsta bókin í nýrri ritröð Munuera um ævintýri Zorglúbbs, vinsæla aukapersónu úr sögunum um Sval og Val.