John Snorri Sigurjónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

John Snorri Sigurjónsson (f. 20. júní 1973) er íslenskur fjallgöngumaður. Í maí 2017 varð hann fyrstur Íslendinga til þess að klífa tindinn Lhotse í Himalajafjallgarðinum, sem er 8.516 metra hár og fjórða hæsta fjall heims. Þann 28. júlí sama ár varð hann fyrstur Íslendinga til að klífa tindinn K2, sem er næst hæsta fjall veraldar, 8.611 metrar. K2 er á mörkum Kína og Pakistan og tilheyrir Karakóram-fjallgarðinum. Tindurinn er ákaflega erfiður uppgöngu og hefur mikill fjöldi manna farist við að reyna að klífa hann. Þann 4. ágúst 2017 kleif hann tindinn Broad Peak (8051 m). Það þykir einstakt afrek að klífa þrjá tinda, sem allir eru yfir 8000 metra á innan við þremur mánuðum.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.