Fara í innihald

John R. Commons

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John R. Commons
Fæddur13. október 1862
Hollansburg, Ohio, US
Dáinn11. maí 1945
Fort Lauderdale, Florida, US
Þekktur fyrirVinnumarkaðshagfræði

John Rogers Commons (13. október, 1862 – 11. maí 1945) var bandarískur hagfræðingur, og var leiðandi afl í mótun vinnumarkaðshagfræði á fyrri hluta 20. aldar.

Commons fæddist árið 1862 í Ohio og var uppalinn í Indiana. Hann gekk í Oberlin College og lærði þar hagfræði. Þaðan útskrifaðist hann árið 1888 og hóf í framhaldinu nám við Johns Hopkins háskóla, þar sem hann lærði hann undir hagfræðingnum Richard T. Ely.[1][2]

Commons varði miklum hluta ævi sinnar í kennslu. Árið 1890 hóf hann störf í Wesleyan University og eftir að hann missti stöðuna sína þar kenndi hann í skólunum Oberlin, Indiana University og loks í Syracuse. Árið 1904 hóf Commons störf hjá Wisconsin háskóla og stafaði þar til ársins 1932[1]. Það var Ely, fyrrum kennari Commons, sem fékk hann til að koma til starfa þar.[2][3] Á meðan Commons starfaði hjá Wisconsin beindist áhugi hans einna helst að vinnumarkaðshagfræði og það má segja að hann hafi verið mikill brautryðjandi á því sviði. Hann hafði einnig mikinn áhuga á félagslegum umbótum og þróun á framhaldsnámi.[2][4]

Meðfram starfi sínu sem kennari hafði Commons margt fyrir stafni, til að mynda stofnaði hann The American Association for Labor Legislation ásamt John Bertram Andrews árið 1908, en hlutverk félagsins var að hafa áhrif á félagsmálalöggjöf. Hann átti einnig mikinn þátt í að koma á veg lögunum ,,The Wisconsin Industrial Commission‘ á árunum 1911-1913. Árið 1913 gerðist hann meðlimur í nýrri atvinnumálanefnd (e. Industrial Relations Commission). Síðar gerðist Commons stjórnarmaður National Bureau of Economic Research.[5]

Commons var giftur konu að nafni Nell og þau áttu saman tvö börn. Hann lést árið 1945 í Flórída.[5]  

Framlög til hagfræðinnar

[breyta | breyta frumkóða]

Framlag Commons til hagfræðinnar kom helst fram í stofnanahagfræði og vinnumarkaðshagfræði. Commons var virtur fræðimaður sem var fenginn í að rannsaka bandaríska verkalýðssögu af Richard T. Ely og vann hann að því að bæta kjör vinnuaflsins. Árið 1910 gaf hann út ritið A Documentary History of American Industrial Society, sem varð að tíu binda safni og á árunum 1918 til 1935 gaf hann út fjögurra binda safn af ritinu History of Labor in the United States. Þessi verk ýttu undir kenningu hans um að þróun verkalýðshreyfingar hafa stafað af breytingum á markaðsgerð.[2]

Árið 1905 vann Commons náið með Robert M. La Follette við drög lög um almannarétt (e. civil service law). Á árunum sem fylgdu hafði hann áhrif á lög sem tilheyrðu félagsmálarétti, meðal annars réttindi og skyldur vinnumarkaðar, réttindi vinnuafls og lög um atvinnuleysisbætur. Innblástur frumvarpsins um atvinnuleysisbætur kom frá rannsókn hans á evrópskum áætlunum á atvinnuleysisbótum og viðbrögð hans við kreppunni 1920.  Frumvarpið var lagt fyrir á þingi í Wisconsin og var ekki samþykkt fyrr en Harold Groves, fyrrum nemandi hans kynnti nýjustu útgáfu frumvarpsins árið 1932. Framlag Commons á sviðum félagsmálalöggjafar byggðist á kenningum hans að í nútíma iðnaðarhagkerfi þyrfti ríkisafskipti ef það ætti að vera skilvirkt.[2]

Sem kennari við háskólann í Wisconsin, þá var Commons mjög vel liðinn. Wisconsin var leiðandi háskóli í vinnumarkaðshagfræði og var áberandi fyrir framúrskarandi framhaldsnám fyrir hagfræðinga. Skólinn veitti fleiri doktorsgráður í hagfræði í samanburði við aðra háskóla og lagði Commons mikla áherslu á hagnýta hagfræði í kennslunni sinni. Það var síðan á níunda áratugnum þegar hagnýt nálgun Commons að hagfræðinni varð fyrir gagnrýni, sem varð til þess að lagt var meiri áherslu á kenningar í hagfræði, frekar en hagnýtni.[2]

Hugmyndafræði Commons

[breyta | breyta frumkóða]

Commons var líklega hvað þekktastur fyrir hugmyndir sínar um félagslegar umbætur. Commons vildi ekki útrýma kapítalisma, en hann gagnrýndi þó svokallaða laissez faire hagfræði þar sem hann taldi að algjört afskiptaleysi hins opinbera myndi leiða til verulegra vandræða. Commons var mikill talsmaður þess að ef nýtt á réttan hátt, þá gæti hið opinbera leitt af sér jákvæðar félagslegar afleiðingar sem ekki myndi nást í alveg frjálsu hagkerfi.[2]

Fyrir honum var mikilvægt að til staðar væri sanngirni fyrir starfsmenn í starfi. Commons taldi að besta leiðin til að ná þessari sanngirni væri með samningagerð milli starfsmanna og yfirmanna, og myndi það ná ákveðinni sátt á milli aðila, þó þurftu báðir aðilar að vera raunsæir í kröfum sínum til að passa að ekki væri farið fram úr sér. Common’s byggði kenningar sínar á reynslu og raunsæi frekar en fræðum þar sem hann taldi að fræðin væru oft ekki í samræmi við raunveruleikann og það gæti verið hættulegt ef stefnur væru ekki í takt við raunveruleika almenningsins. Hann hvatti nemendur sína reglulega til að ná sér í hagnýta reynslu samhliða náminu.[6]

Í öllum sínum verkum þá sýndi hann fram á mikilvægi opinberra stofnana, hvernig þær þróðust og virkuðu, og hafði hann þær sem kjarnann í sínum kenningum. Þessar stofnanir myndu koma á umbótum, sem einstaklingar gætu ekki komið á einn og sér. Stofnanirnar áttu að koma á meiri röð og reglu, án þess þó að umfang þeirra yrði of mikið. [5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „John R. Commons, 1862-1945“. Wisconsin Historical Society (enska). 3. ágúst 2012. Sótt 6. október 2022.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 Harry Landreth; David C. Colander (2002). The History of Economic Thought.
  3. „Wisconsin“. www.hetwebsite.net. Sótt 6. október 2022.
  4. „John Commons“. www.hetwebsite.net. Sótt 6. október 2022.
  5. 5,0 5,1 5,2 Lafayette G. Harter, Jr (1962). John R. Commons - His assault on laissez-faire. Oregon State University Press.
  6. Jack Barbash. John R. Commons: pioneer of labor economics. Bureau of Labor Statistics.