Johnny Preston
Útlit
(Endurbeint frá John Preston Courville)
Johnny Preston (fæddur John Preston Courville 18. ágúst 1939 í Port Arthur í Texas - látinn 4. mars 2011 Beaumont Texas) var bandarískur söngvari. Hann stofnaði rokksveitina The Shades og er þekktastur fyrir að hafa flutt lagið „Running Bear“ sem komst í efsta sæti vinsældalistanna í byrjum árs 1960. The Big Bopper samdi lagið en hann lést í flugslysi, ásamt Buddy Holly og Ritchie Valens, árið áður. Hann fór í hjartaaðgerð í desember 2010 en náði sér aldrei að fullu og lést á Baptistasjúkrahúsinu í Beaumont, Texas, 4. mars 2011.