Fara í innihald

Joe Hill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Joe Hill

Joe Hill eða Joel Emmanuel Hägglund eða Joseph Hillström (7. október 1879 - 15. nóvember 1915) var aðgerðarsinni, ljóðskáld og félagi í IWW. Hann fæddist í Gävle í Svíþjóð. Faðir hans var járnbrautarstarfsmaður sem lést í kjölfar vinnuslyss þegar Joel var átta ára. Þegar móðir hans lést þá keyptu Joel og bróðir hans sér miða til Bandaríkjanna og komu á land á Elliseyju 1902.

Árið 1914 var kaupmaður og fyrrum lögreglumaður í Salt Lake City John G. Morrison og sonur myrtir, þeir voru skotnir til bana. Sama kvöld fór Joe Hill til læknis og var þar gert að skotsári. Joe Hill var ákærður fyrir morðin og tekinn af lífi 19. nóvember 1915.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.