Fara í innihald

Joe Arpaio

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Joe Arpaio
Joe Arpaio árið 2016.
Sýslumaður Maricopa
Í embætti
1. janúar 1993 – 1. janúar 2017
Persónulegar upplýsingar
Fæddur14. júní 1932 (1932-06-14) (92 ára)
Springfield, Massachusetts, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiAva Lam ​(g. 1958; d. 2021)
Börn2
Undirskrift

Joseph Michael Arpaio (fæddur 17. júní, 1932) er fyrrum lögreglumaður og stjórnmálamaður. Hann var sýslumaður í Maricopa-sýslu í Arizona í 24 ár, frá 1993 til 2017. Árið 2005 var Arpaio mjög djarfmæltur varðandi ólöglega inflytjenda og titlaði sjálfan sig sem „harðasta sýslumann Bandaríkjanna“.[1][2] Árið 2010 komst hann í sviðsljósið fyrir að lofa stranga innflytjendalöggjöf Arizona áður en henni var hafnað af Hæstarétti Bandaríkjanna.[3] Arpaio er einnig þekktur fyrir að hafa rannsakað fæðingarvottorð fyrrum Bandaríkjaforsetans Barack Obama, sem hann hélt fram að væri falsað. Arpaio átti ekki erindi sem erfiði og fann engar sannanir um fölsun. Hann hélt þó áfram að fullyrða að það væri falsað.[4]

Arpaio hefur verið sakaður um margskonar ósæmilega hegðun í sínu starfi sem sýslumaður, þar á meðal að misnota vald sitt, fara illa með fjármagn, rannsaka ekki kynferðisglæpi, refsivert gáleysi, ólöglega framkvæmd innflytjendalaga og kosningasvindl.

Alríkisdómsstóllinn skipaði eftirlitsmann til að fylgjast með Arpaio og skrifstofu hans vegna kvartana um rasisma og kynþáttamismunun. Dómsmálaráðuneytið komst að því að Arpaio sýndi mjög rasískt mynstur í sínu starfi og höfðaði mál gegn honum vegna þessa.[5][6] Í gegnum árin var Arpaio aðalefnið í nokkrum ákærum vegna mannréttindabrota. Í máli sem dróst í áratug þar sem Arpaio var sakborningur, gaf alríkisdómstóll út lögbann á hann sem bannaði honum að framkvæma frekari innflytjendasmölun. Alríkisdómstóll komst að því í kjölfarið eftir að tilskipunin var gefin út að Arpaio og hans menn héldu samt áfram að halda einstaklingum til frekari rannsókna þrátt fyrir lítil sem enginn grunur væri til staðar um glæpur hafi verið framinn.[7] Í júlí 2017 var Arpaio dæmdur fyrir vanvirðingu við réttinn, en var síðan náðaður af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í ágúst sama ár.[8]

Arpaio bauð sig aftur fram til embættis sýslumanns í Maricopa sýslu árið 2016, en fylgi hans hafði fallið mjög eftir að hann var dæmdur. Paul Penzone, demókrati, hafði betur gegn Arpaio og breytti algjörlega um kúrs frá stjórnartíð Arpaio eftir að hann tók við. Arpaio reyndi einnig fyrir sér sem frambjóðandi til öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2018, án árangurs. Ári síðar sendi hann frá sér yfirlýsingu um að hann myndi bjóða sig fram aftur til sýslumanns í Maricopa-sýslu árið 2020.[9] Hann tapaði forkosningunum í ágúst 2020.[10]

Fyrstu árin

[breyta | breyta frumkóða]

Arpaio fæddist í Springfield, Massachusetts þann 14. júní 1932. Foreldrar hans voru ítalskir, bæði frá Lacedonia, Italy. Móðir hans lést af barnsförum, hann var alinn upp af föður sínum. Faðir hans var kaupmaður.[11] Arpaio vann í búðinni hans til 18 ára aldurs, fór síðan í herinn frá 1950 til 1954 og var í sjúkradeildinni, einnig var hann sendur til Frakklands og starfaði sem herlögregluþjónn.[12] Eftir herskyldu fluttist hann til Washington, D.C. og gerðist þar lögreglumaður, þaðan flutti hann til Las Vegas, Nevada árið 1957. Hann starfaði sem lögreglumaður í sex mánuði þar til hann var skipaður njósnari fyrir Alríkisstofnun fíkniefna (FBN) sem síðar varð að „Drug Enforcement Administation“; DEA. Hann starfaði þar í 25 ár, var sendur til Argentínu, Tyrklands og Mexíkó.[13]

Arpaio sem sýslumaður

[breyta | breyta frumkóða]

Arpaio var fyrst kostinn í starf sýslumanns árið 1992. Hann var endurkosinn árin 1996, 2000, 2004, 2008 og 2012.[14] Alla tíð sem sýslumaður sóttist hann eftir umfjöllun í fjölmiðlum og kom fram í mörgum þáttum um allan heim. Hann hélt því fram að hann væri að meðaltali í 200 sjónvarpsþáttum á mánuði.[15]

Aðbúnaður í fangelsum

[breyta | breyta frumkóða]

Arpaio lét til sín taka í fangelsum Maricopa. Agaviðurlög tíð hans voru meðal annars þau að takmarka máltíðir við tvær á dag og færa þeim ansi lélegan mat. Hann bannaði föngum að fá dónablöð eftir að kvenkyns fangaverðir kvörtuðu yfir því að þeir væru að fróa sér fyrir framan þær. Banninu var mótmælt með vísun í fyrstu stjórnarskrárbreytinguna, en var síðar samþykkt.[16] Alríkisdómarinn Neil V. Wake sakaði Maricopa-sýslu um að hafa brotið á rétti fanga til læknisaðstoðar og annarrar heilbrigðisaðstoðar, bæði 2008 og 2010.[17]

Árið 1993 bjó Arpaio til tjaldbúðir (Tent City), sem hann lýsti sem fangabúðum og áttu aðeins að vera tímabundin lausn.[18] Í júlí 2011 náði hitastig alveg upp í 48°C, Arpaio mældi hitastigið inn í tjöldum fanganna sem gat náð 63°C. Fangar kvörtuðu yfir því að vifturnar þeirra virkuðu ekki og að skórnir þeirra bráðnuðu í hitanum.[19] Þegar fangar kvörtuðu sagði hann, „Það eru 49°C í Írak og hermennirnir okkar búa í tjöldum og ekki eru þeir sekir um glæpi, svo haldið kjafti.“[20]

Árið 1997 sagði Amnesty International að tjaldbúðir Arpaio væru ekki mannúðlegar eða hentugar sem fangelsi. Tjaldbúðirnar voru gagnrýndar af mörgum hópum sem sögðu þau brot á mannréttindum. Þegar Paul Penzone var kosinn sýslumaður 2016 lokaði hann tjaldbúðunum.[21]

Árið 1995 tók Arpaio aftur upp keðjugengi (chain gangs) þar sem kvenkyns fangar unnu sjö tíma á dag, sex daga vikunnar. Einnig setti hann í gang keðjugengi fyrir unga fanga til að sækja framhaldskólamenntun.[22] Hann skipaði föngum að klæðast bleikum nærfötum til að koma í veg fyrir að þeir myndu stela þeim þegar þeim yrði sleppt. Arpaio hélt því fram að þessi ráðstöfun hefði sparað sýslunni 70.000 dollar fyrsta árið eftir að reglan var sett. Hann byrjaði svo að selja bleikar boxer nærbuxur með lógói stöðvarinnar og “Go Joe” til fjáröflunar. Þrátt fyrir áskanir um misnotkun á fjármunum sem tengdust sölunni, neitaði hann að sýna alvöru gögn til að sanna sakleysi sitt.[23]

Arpaio var umdeildur sýslumaður, gjörðir hans voru gagnrýndar af embættum ríkisins, s.s. dómsmálaráðuneytinu og héraðsdómi, mannréttindasamtökum á borð við Amnesty International, kirkjuþinginu og Bandarísku gyðinganefndinni. Ritstjórn The New York Times skrifuðu um hann sem „versta lögreglusjóra Bandaríkjanna“. Hann var oft ásakaður um kynþáttafordóma og það var oft höfðað mál gegn honum vegna þess.[24][25][26]

Rannsóknir á kynferðisglæpum

[breyta | breyta frumkóða]

Á árunum 2004 - 2007 voru allavega 400 kynferðisglæpamálum sópað undir teppi á stöðinni hjá Arpaio. Sum mál voru aðeins rannsökuð en flest voru ekkert rannsökuð. Arpaio fylgdi ekki eftir 32 tilkynningum varðandi barnaníðinga, þrátt fyrir að þeir grunuðu væru þekktir barnaníðingar. Flest fórnarlömbin voru börn ólöglegra innflytjenda.[27] Í umdeildu máli var stöðin hans ákærð fyrir að hunsa mál 13 ára fatlaðrar stelpu sem var nauðgað af frænda sínum. Sýni voru tekin en ekki unnið nógu vel úr þeim. Málinu var lokað þar til fjórum árum síðar, þá var tekið sýni úr gerandanum, hann fundinn sekur og dæmdur í 24 ára fangelsi.[28]

Hópmálssókn fyrir alríkisdómstól

[breyta | breyta frumkóða]

Í september 2012 þurfti Arpaio að taka til varna fyrir alríkisdómstól vegna hópmálsóknar gegn honum og ákæru dómsmálaráðuneytisins þar sem sakargiftirnar voru kynþáttamismunun. Arpaio neitaði ávallt að hann væri með kynþáttafordóma, þrátt fyrir að stöðin hefðu enga stefnu eða aðferðir sem tryggðu að kynþáttafordómar ættu sér ekki stað.[29]

Árið 2007 höfðaði Manuel De Jesus Ortega, mexíkóskur ferðamaður, mál gegn Arpaio. Ortega var farþegi í bíl sem var stoppaður af lögreglunni í Cave Creek í Maricopa-sýslu. Ortega kærði Arpaio og stöðina fyrir að hafa verið haldið án lagalegra ástæðna í 9 klukkustundir og vildi meina að það hafi einugis verið vegna kynþáttar hans. Kæran varð stærri þegar fleri einstaklingar komu saman og vildu einnig kæra Arpaio fyrir kynþáttafordóma. Arpaio og stöðin voru kærð fyrir ólöglega verkferla við handtökur á bílstjórum og farþegum af rómönskum uppruna og héldu mönnum of lengi án úrskurðar.[30]

Þessu máli var úthlutað dómaranum Mary Murguia, hún sagði síðar af sér og málinu var úthlutað dómaranum Murray Snow. Arpaio sagðist aldrei hafa lesið málið eða ástæðuna fyrir kærunni, hann var ókunnugur smáatriðunum og hafði aldrei lesið stjórnarskrá Bandaríkjanna eða leiðbeiningar frá dómsmálaráðuneytinu varðandi notkun á kynþáttahugtakinu í málum.[31]

Fæðingarvottorð Baracks Obama

[breyta | breyta frumkóða]

Á tveimur blaðamannafundum sem haldnir voru í mars 2012 fullyrti Arpaio að fæðingarvottorð Baracks Obama væri falsað. Fæðingarvottorðið var birt af Hvíta húsinu árinu áður.[32] Sérstakur aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Joshua A. Wisch, sendi frá sér yfirlýsingu um að Obama hafði fæðst á Hawaii og að fæðingavottorð hans væri gilt. Hann sakaði Arpaio um rangar fullyrðingar, ósannar og mistúlkun á lögum Hawaii.[33] Ríkisstjóri Arizona-sýslu, Jan Brewer, fullyrti einnig að ríkisborgararéttur móður Obama dygði Obama til bandarísks ríkisborgararéttar óháð fæðingarstað.[34]

2007 sagði Arpaio að það væri honum heiður að deildin hans hafi verið líkt við Ku Klux Klan, samtök hvítra kynþáttahatara en tók það til baka þegar hann var í vitnastúkunni árið 2012 í réttarhöldum.[35]

Arpaio sakfelldur

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 31. júlí  2017 var Arpaio fundinn sekur fyrir að vanvirðingu Bandaríska dómstóla. Susan Bolt, héraðsdómari sagði að Arpaio hafi viljandi brotið fyrirskipanir dómsstóla eftir að hafa brugðist því að tryggja það að fólki skuli ekki vera haldið of lengi án úrskurðar. Arpaio átti að vera dæmdur fyrir brot sín í október 2017.[7]

Náðaður af Donald Trump

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 25. ágúst 2017 var Arpaio náðaður af Donald Trump Bandaríkjaforseta, en sú ákvörðun var mjög umdeild.[36] Trump tilkynnti ákvörðun sína á Twitter þar sem hann sagði að Arpaio væri bandarískur föðurlandsvinur sem sæi til þess að Arizona-sýsla væri örugg. Arpaio þakkaði Trump fyrir í tístum ásamt að þakka stuðningsmönnum sínum.[37]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Kiefer, Michael (11. september 2015). „Sheriff Joe Arpaio has always done it his way: Chapter 2; A lone wolf from the outset“. The Arizona Republic. Sótt 14. september 2015.
  2. Janofsky, Michael (16. maí 2002). „Another Plot Against Tough Sheriff, With a Twist“. The New York Times. Sótt 14. júlí 2010.
  3. JONATHAN J. COOPER (AP) – August 15, 2010 (15. ágúst 2010). „Tea party activists rally on Arizona-Mexico border“. Associated Press. Sótt 29. ágúst 2010.
  4. „Sheriff Joe Arpaio, still a 'birther,' says 5-year investigation proves Obama birth certificate is 'fake'. azcentral (enska). Sótt 28. ágúst 2017.
  5. Washington, Julia Carrie Wong Lauren Gambino in (26. ágúst 2017). „Donald Trump pardons Joe Arpaio, former sheriff convicted in racial profiling case“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 26. ágúst 2017.
  6. „With a pardon from Trump, Arpaio remains above the law“ (bandarísk enska). Sótt 26. ágúst 2017.
  7. 7,0 7,1 Megan Cassidy, Former Maricopa County Sheriff Joe Arpaio found guilty of criminal contempt of court, The Arizona Republic (31. júlí 2017).
  8. Moore, Lindsay; Flaherty, Joseph (25. ágúst 2017). „Sheriff Joe Arpaio gets pardon from Donald Trump“. The Phoenix New Times. Sótt 25. ágúst 2017.
  9. Johnson, Alex (25. ágúst 2019). „Ex-sheriff Joe Arpaio, pardoned by Trump, wants his old job back“. NBC News. Sótt 26. ágúst 2019.
  10. „Joe Arpaio loses sheriff's race in second failed comeback bid“. NBC News (enska). Sótt 7. ágúst 2020.
  11. Pearce, Matt (1. ágúst 2017). „Timeline: The rise and fall of Arizona Sheriff Joe Arpaio“. Los Angeles Times.
  12. Arpaio, Joe (2008). „Joining the Army“. Re-Elect Sheriff Joe Arpaio. Committee to Re-Elect Joe Arpaio. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. desember 2008. Sótt 18. desember 2008.
  13. „Re-elect Sheriff Joe Arpaio 2012“. encyclopedia.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. desember 2008. Sótt 14. júlí 2010.
  14. „Maricopa County Election Results“. maricopa.gov. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. maí 2021. Sótt 9. maí 2021.
  15. Fernanda Santos (1. ágúst 2012). „When a Taste for Publicity Bites Back“. The New York Times.
  16. „Sheriff runs female chain gang“. CNN. 29. október 2003. Sótt 6. maí 2010.
  17. Hensley, JJ (8. apríl 2010). „Judge: County failed to improve jails' medical, mental-health conditions“. Sótt 17. maí 2010.
  18. Attwood, Shaun (7. desember 2010). „Sheriff Joe Arpaio Brags His Tent City Jail Is A Concentration Camp“. Youtube. Sótt 30. ágúst 2019.
  19. Scott, Eugene (3. júlí 2011). „Temperatures rise to 145 inside Tent City“. Azcentral.com. Sótt 29. september 2011.
  20. Ananda Shorey (25. júlí 2003). „Phoenix is sizzling through what could be the hottest July on record“. signonsandiego.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. október 2007. Sótt 20. október 2007.
  21. Kennedy, Merritt (5. apríl 2017). „Joe Arpaio's Infamous Tent City Jail In Maricopa County Will Shut Down“. The Two-Way Breaking News From NPR. National Public Radio. Sótt 5. apríl 2017.
  22. „CNN reporter Eric Phillips interviews Sheriff Arpaio and a juvenile offender“. CNN. 11. mars 2004. Sótt 20. október 2007. (CNN Live Today transcript)
  23. „Custody Operations: Laundry Services“. Maricopa County Sheriff's Office. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. maí 2015. Sótt 8. maí 2015.
  24. „Ill-treatment of inmates in Maricopa County jails, Arizona“. Amnesty International. 1. ágúst 1997. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. september 2003.
  25. „Valley rabbis' statement on Sheriff Joe Arpaio“. Jewish News of Greater Phoenix. 24. júlí 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2010.
  26. „Phoenix Mayor Gordon calls for FBI investigation of Arpaio“. The Arizona Republic. 13. apríl 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júlí 2012.
  27. Billeaud, Jacques (4. desember 2011). „Critics: 'Tough' sheriff botched sex-crime cases“. Boston.com. Sótt 3. mars 2013.
  28. Lemons, Stephen (20. ágúst 2012). „Joe Arpaio's Deputy Told to Work Fraud Cases Instead of Child Rape Crime“. Phoenix New Times. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 17, 2016. Sótt 3. mars 2013.
  29. Hensley, JJ (1. ágúst 2012). „Racial-profiling trial: Former MCSO deputy testifies“. The Arizona Republic. Sótt 3. mars 2013.
  30. „Ortega Melendres, et al. v. Arpaio, et al“. American Civil Liberties Union. 25. september 2012. Sótt 3. mars 2013.
  31. Lemons, Stephen (30. desember 2009). „Joe Arpaio, Clueless or Cunning? Sheriff Does His Sgt. Schultz Impersonation During Seven Hour Depo in Racial Profiling Lawsuit“. Phoenix New Times. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 3, 2014. Sótt 3. mars 2013.
  32. „Sheriff Arpaio says Obama's birth certificate is forged“. CBS News. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. maí 2013. Sótt 9. maí 2021.
  33. „Joe Arpaio: Obama birth certificate a fraud“. Politico. Associated Press. Sótt 17. júlí 2015.
  34. „Arizona Officially Accepts Obama's Birth Record“. Fox News Latino. 23. maí 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann júlí 2, 2012. Sótt maí 9, 2021.
  35. „Ariz. sheriff backtracks on praise for KKK“. Associated Press. 24. júlí 2012.
  36. Washington, Julia Carrie Wong Lauren Gambino in (26. ágúst 2017). „Donald Trump pardons Joe Arpaio, former sheriff convicted in racial profiling case“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 26. ágúst 2017.
  37. Trump, Donald J. [@realDonaldTrump] (25. ágúst 2017). „I am pleased to inform you that I have just granted a full Pardon to 85 year old American patriot Sheriff Joe Arpaio. He kept Arizona safe!“ (X). Afrit af uppruna á 26. ágúst 2017. Sótt 27. ágúst 2017 – gegnum X.