Wiki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Upphafsmaður wika, Ward Cunningham

Wiki er vefsvæði sem leyfir notendum að bæta við, breyta eða eyða innihaldinu í gegnum netvafra með einföldu ívafsmáli eða textaritli.[1][2][3] Wikar eru keyrðir á wiki-hugbúnaði og eru flestir búnir til með samvinnu notenda.

Wikar eru notaðir í margvíslegum tilgangi. Þeir geta verið opnir samfélagsvefir á veraldarvefnum eða settir upp sem innri vefir fyrirtækja, stofnana eða samtaka. Ólíkar reglur geta gilt um aðgangsheimildir notenda og um efnistök.

Ward Cunningham þróaði fyrsta wikann, WikiWikiWeb og lýsti honum sem „einfaldasta mögulega vefgagnagrunninum.“[4] Orðið „wiki“ er komið úr havaísku og merkir fljótur eða snöggur.[5][6]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Dictionary.oed.com, Oxford English Dictionary (mars 2007) (þarfnast áskriftar)
  2. „wiki“. Encyclopædia Britannica, 2007. Encyclopædia Britannica, Inc.. [skoðað 10. apríl 2008]. 
  3. Scott Mitchell: „Easy Wiki Hosting, Scott Hanselman's blog, and Snagging Screens“. MSDN Magazine, Júlí 2008, [skoðað 9. mars 2010].
  4. Ward Cunningham: „What is a Wiki“. WikiWikiWeb, 27. júní 2002, [skoðað 10. apríl 2008].
  5. „Hawaiian Words; Hawaiian to English“. mauimapp.com [á vefnum]. [skoðað 19. september 2008].
  6. Heather Hasan. Wikipedia, 3.5 million articles and counting. Rosen Publishing, 2012, bls. 11. ISBN 9781448855575.
  Þessi tölvugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.