Fara í innihald

Jimi Hendrix

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Jimi hendrix)
Jimi Hendrix (1967)
Gröf Jimi Hendrix í Washingtonfylki.

Jimi Hendrix (f. 27. nóvember 1942 í Seattle, d. 18. september 1970 í London) var bandarískur tónlistarmaður. Hann var skírður Johnny Allen Hendrix en var síðan nefndur James Marshall Hendrix. Hann var söngvari, lagasmiður og gítarleikari. Hann var þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar. Hann varð heimsfrægur árið 1967 þegar hann spilaði á Monterey Popphátíðinni. Hann var fyrst gítarleikari hjá hljómsveitum eins og Isley Brother, Little Richard, King Kurtis og fleirum. Seinna byrjaði hann að spila með bandi sem sérhæfði sig í blús, það hét John Hammonds Jr's Band. Það var bassaleikarinn í Animals Chas Chandler sem uppgvötvaði Hendrix og bauð honum að flytja til London og hefja sólóferil. Hann lést eftir að hafa tekið inn svefnlyf með sterku áfengi árið 1970, 27 ára gamall.

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]
  • Árið 2022 fékk Hið íslenzka reðasafn afsteypu af getnaðarlim Hendrix eftir að listakonan, Cynthia Albritton, sem gerði hana lést. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Reðasafnið fær afsteypu af getnaðarlim Jimi Hendrix RÚV, sótt 24. maí 2022