Jens Lehmann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jens Lehmann

Jens Gerhard Lehmann (fæddur 10. nóvember 1969 í Essen) er þýskur knattspyrnuþjálfari og fyrrverandi leikmaður. Hann spilaði stöðu markvarðar og lék 61 landsleik fyrir Þýska karlalandsliðið. Hann er einn fárra leikmanna sem hafa spilað fyrir tvö stærstu félög Ruhr, Schalke 04 og Borussia Dortmund.

Sem knattspyrnumaður spilaði hann m.a. með Schalke 04 (1987-1998), Borussia Dortmund (1999–2003) og Arsenal (2003–2008). Hann var hluti af liði Arsenal sem tapaði ekki leik heilt tímabil.