Jean-Marc Bosman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jean-Marc Bosman (fæddur 30. október 1964 í Liege) er belgískur fyrrum knattspyrnumaður sem er þekktastur fyrir að hafa barist fyrir atvinnuréttindum sínum með þeim afleiðingum að umhverfi knattspyrnunnar í Evrópu gjörbreyttist eftir að hinn svokallaði Bosman-dómur féll í desember 1995.

Knattspyrnuferill[breyta | breyta frumkóða]

Bosman hóf ferilinn hjá Standard Liège og var seldur þaðan fyrir ígildi €100.000 til RFC Liège árið 1986. Hann gerði fjögurra ára samning við félagið en gekk illa hjá félaginu. Þegar samningnum lauk árið 1990 voru laun hans lækkuð í tæplega þriðjung af fyrri launum. Bosman undi því illa og gerði samning við Dunkirk í Frakklandi sem tryggði honum svipuð laun og hann hafði haft. Samningaviðræður milli knattspyrnufélaganna gengu illa og deilur urðu um upphæðina og greiðsludagsetninguna.

Þegar að Dunkirk neitaði að fallast á kröfur RFC hækkaði belgíska félagið verðið á honum upp í ígildi €400,000, fjórum sinnum meira en hann hafði verið keyptur á.

Bosman þótti að sér vegið, boðin lúsarlaun og gert erfitt um að yfirgefa félag sem vildi ekkert með hann hafa. Hann hóf því að undirbúa lögsókn gegn félaginu þar sem aðgerðir þess skertu atvinnufrelsi hans. Hann var látinn æfa einn sín liðs og sendur í lán til félaga í neðri deildunum í Frakklandi og Belgíu. Að lokum endaði hann hjá 4. deildar-liðinu Vise í Belgíu árið 1994. Þar lék hann þegar niðurstaða fékkst í dómsmálinu sem hafði nú náð til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Ferli hans lauk árið 1996, hann hafði ekki náð sér eftir álagið vegna dómsmálsins og óvildar sem hann skapaði sér.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Guardian Unlimited:Show me the money“. Sótt 9. janúar 2006.