Bosman-dómurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bosman-dómurinn er gæluheiti yfir dómsmál sem belgíski knattspyrnumaðurinn Jean-Marc Bosman höfðaði gegn félagsliði sínu, knattspyrnusambandi Belgíu og UEFA og varðaði rétt hans til atvinnufrelsis.

Samningi Bosman við félagslið hans, RFC Liège, var lokið en engu að síður var hann bundinn samþykki félagsins til að ganga til liðs við önnur félög. Þar sem hann var ekki lengur hluti af aðalliði félagsins og samningur hans var útrunninn skammtaði liðið honum laun eftir eigin geðþótta, þau reyndust vera tæplega þriðjungur fyrri launa hans.

Þrátt fyrir að hafa náð samningi við annað félagslið í Frakklandi gat Bosman ekki hafið störf þar sökum andstöðu RFC Liège og reglna UEFA.

Hann höfðaði því mál sem lagt var fyrir Mannréttindadómstól Evrópu árið 1993. Dómur féll loks 15. desember 1995 og kvað á um að óheimilt væri að takmarka atvinnufrelsi knattspyrnumanna þegar samningi þeirra væri lokið. Að auki kom fram í dómnum að ekki væri heimilt að takmarka atvinnuréttindi meðlima Evrópusambandsins með því að leyfa eingöngu að ákveðinn fjöldi útlendinga léki með félagsliðum. Þessar takmarkanir miðuðust því nú eingöngu við leikmenn utan evrópska efnahagssvæðisins.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]