Japansgreni
Japansgreni | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Japansgreni
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Picea jezoensis (Siebold & Zucc.) Carr. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Japansgreni (Picea jezoensis eða Picea yezoensis) er stórt sígrænt tré sem verður 30 til 50 metra hátt og með stofnþvermál að 2 metrum. Það er upprunnið frá norðaustur Asíu, frá fjöllum mið Japan og Changbai fjöllum á landamærum Kína og Norður Kóreu, norður til austur Síberíu, ásamt Sikhote-Alin, Kúrileyjar, Sakalínfylki og Kamsjatka. Það vex í svölum en rökum tempruðum regnskógum, og hvergi er útbreiðslusvæðið lengra frá Kyrrahafinu en 400 km.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Börkurinn er þunnur og hreistraður, verður sprunginn á eldri trjám. Krónan er breiðkeilulaga. Sprotarnir eru föl gulbrúnir, hárlausir en með áberandi nálanöbbum. Barrið er nálarlaga, 15 til 20 mm langt, 2 mm breitt, langydd, beggja vegna dálítið kjalað, dökkgrænt að ofan með engum loftaugum, og bláhvítt til hvítt að neðan með tvemur breiðum loftaugarendur.
Könglarnir eru hangandi, mjósívalir, 4 til 7 sm langir og 2 sm breiðir (lokaðir), opnir að 3 sm breiðir. Þeir eru með þunnar, sveigjanlegar köngulskeljar 12 til 18 mm langar. Þeir eru fyrst græn eða rauðleitir, og verða fölbrúnir við þroska 5 til 6 mánuðum eftir frjóvgun. Fræin eru svört, 3 mm löng, með grönnum, 6 til 8 mm löngum fölbrúnum væng.
Undirtegundir
[breyta | breyta frumkóða]Það eru tvær landfræðilegar undirtegundir, meðhöndlaðar sem afbrigði af sumum höfundum, og sem aðskildar tegundir af öðrum:
- Picea jezoensis subsp. jezoensis (Jezo spruce). Allt búsvæðið nema þar sem P. jezoensis ssp. hondoensis er, suður til Hokkaidō, Japan. Sprotar mjög fölgulbrúnir, næstum hvítir; loftaugarákir bláhvítar; könglarnir fölbrúnir með sveigjanlegu köngulhreistri.
- Picea jezoensis subsp. hondoensis (Mayr) P. A. Schmidt (Hondo spruce). Einangraður suðlægur stofn á háfjöllum mið Honshū, Japan. Sprotar daufgul-brúnir til gulrauð-brúnir, sjaldnar mjög fölir, loftaugarendur skærhvítar; könglar rauðgul-brúnir með stífu köngulhreistri.
Japansgreni er náskylt sitkagreni (Picea sitchensis), sem tekur við því hinum megin við norðanvert Kyrrahafið. Þau, og sérstaklega undirtegundin jezoensis, geta verið illgreinanleg í sundur, en skortur á loftaugum á efra borði barrs P. jezoensis er auðveldasta greiningaratriðið. Barrið á japansgreni er einnig nokkuð sljóyddara og ekki eins hvasst kjalað, en á sitkagreni.
Ræktun á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Japansgreni hefur verið í ræktun á Hallormsstað. Árið 2004 var japansgreni sent þaðan til Grænlands til ræktunar í trjásafni í Eiríksfirði.[2]
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Japansgreni er mikilvægt austast í Rússlandi og norður Japan, vegna timburs og pappírsframleiðslu. Mikið af því sem er höggið ekki sjálfbært (og oft ólöglega) í ósnertum náttúrulegum skógum.
Því er stundum plantað sem prýðistré í stórum görðum.
Strengjahljóðfæri Ainúa kallað tonkori hefur búk úr japansgreni.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Japansgreni“. The Plant List. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 maí 2019. Sótt 27. mars 2015.
- ↑ Plöntur til Grænlands. Morgunblaðið 31. júlí 2004 (207. tbl.), bls. 17.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Conifer Specialist Group (1998). „Picea jezoensis“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 12. maí 2006.
- Gymnosperm Database Geymt 5 maí 2006 í Wayback Machine
- Arboretum de Villardebelle - ljósmyndir af könglum Picea jezoensis og skyldra tegunda