Jan Valtin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jan Valtin

Jan Valtin, öðru nafni Richard Krebs (f. 17. desember 1905 í Mainz, d. 1. janúar 1951 í Betterton í Maryland í Bandaríkjunum), var þýskur kommúnisti og rithöfundur, sem síðar snerist gegn kommúnisma og gerðist bandarískur ríkisborgari. Í bókinni Úr álögum (Out of the Night), sem kom út á íslensku í tveimur hlutum, 1941 og 1944, lýsti hann þátttöku sinni í neðanjarðarstarfsemi kommúnista í Evrópu á fjórða áratug. Fyrra bindi bókarinnar olli áköfum deilum á Íslandi.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  • Stéphane Courtois o. fl.: Svartbók kommúnismans, þýð. og ritstj. Hannes H. Gissurarson. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2009. 828 bls.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Úr álögum eftir Jan Valtin, íslensk endurútgáfa 2015.