Jim Carrey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá James Eugene Carrey)
Jump to navigation Jump to search
Jim Carrey
Jim Carrey
Jim Carrey
FæðingarnafnJames Eugene Carrey
Fæddur 17. janúar 1962 (1962-01-17) (58 ára)
Búseta Kanada Newmarket, Ontario, Kanada
Ár virkur 1983 - nú
Maki/ar Melissa Womer (1987-1995)
Lauren Holly (1996-1997)
Helstu hlutverk
Stanley Ipkiss/The Mask í The Mask
Ace Ventura í Ace Ventura: Pet Detective og Ace Ventura: When Nature Calls
Bruce Nolan í Bruce Almighty
Edward Nygma/The Riddler í Batman Forever
Lloyd Christmas í Dumb and Dumber
The Grinch í The Grinch
Count Olaf í A Series of Unfortunate Events
Truman Burbank í The Truman Show
Golden Globe-verðlaun
Besti kvikmyndaleikari (drama)
1999 The Truman Show
Besti kvikmyndaleikari (tónlist/skemmtun)
2000 Man on the Moon

James Eugene Carrey (f. 17. janúar 1962), best þekktur sem Jim Carrey, er leikari og uppistandari, sem er fæddur í Kanada, en hefur aðallega búið og starfað í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið til tvennra Golden Globe-verðlauna.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Yngri ár[breyta | breyta frumkóða]

Jim Carrey 2010.jpg

Carrey fæddist í Newmarket, Ontario í Kanada. Foreldrar hans eru Kathleen Oram, heimavinnandi húsmóðir og Percy Carrey, tónlistarmaður og bókhaldari. [1][2] Carrey á þrjú eldri systkini: John, Patricia og Rita. Fjölskyldan er kaþólsk[3] og er ættuð frá Frakklandi.[4] Frá ungum aldri hafði hann gaman að því að skemmta fólki. Kennarar hans leyfðu honum oft að vera með hálfgert uppistand fyrir bekkinn í lok skóladags. Var það umsamið þannig að hann myndi ekki trufla eðlilegt skólahald.

Fjölskylan flutti til Scarborough árið 1976 þegar Carrey var 14 ára. Hann gekk þar í kaþólskan skóla í North York í tvö ár. Síðan fekk hann í Agincourt Collegiate-stofnunina, elsta menntaskóla Scarborough.

Upphaf ferils sem skemmtikraftur[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1979 var Carrey með uppistönd á Yuk Yuk's í Toronto. Umboðsmaður Carrey var Leatrice Spevack. Í febrúar 1981, þegar Carrey var nýorðinn 19 ára, var birt grein um hann í dagblaðinu Toronto Star. Þar var honum lýst sem „rísandi stjörnu“[5]

Upphaf kvikmyndaferils[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmynd Carrey var myndin Rubberface (1983). Hann lék einnig í myndum eins og Peggy Sue Got Married (1986), Earth Girls are Easy (1988) og The Dead Pool (1988) en Carrey bar ekki mikið úr býtum fyrir leik sinn í þeim myndum. Það breyttist heldur betur árið 1994 þegar hann lék í þremur myndum sem slógu allar í gegn: Ace Ventura: Pet Detective, The Mask og Dumb and Dumber.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.usaweekend.com/03_issues/030525/030525carrey.html
  2. http://www.filmreference.com/film/1/Jim-Carrey.html
  3. http://www.usatoday.com/life/2003-05-20-carrey_x.htm
  4. Jim Carrey: The Joker Is Wild. 2000. Knelman, Martin. U.S.: Firefly Books Ltd. p. 8.
  5. "Up, up goes a new comic star," Bruce Blackadar, Toronto Star, 27. febrúar 1981, p. C1.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist