Jahangir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jahangir.

Jahangir (persneska: نور الدین جهانگیر Nuruddin Salim Jahangir; 31. ágúst 156928. október 1627) var Mógúlkeisari frá 1605 til dauðadags. Nafnið Jahangir merkir „alheimsdrottnari“ á persnesku og Nuruddin eða Nur al-Din merkir „ljós trúarinnar“ á arabísku.

Jahangir var elsti sonur Akbars mikla og fæddist í Sikri í nágrenni höfuðborgarinnar Agra. Síðar flutti hann hirð sína til Sikri. Hann fékk bestu menntun sem völ var á og var tólf ára gamall gerður að hershöfðingja og árið 1585 giftist hann fyrstu eiginkonu sinni.

1599 gerði Jahangir uppreisn gegn föður sínum og náði að leggja hásætið undir sig átta dögum eftir lát Akbars, 3. nóvember 1605. Um leið þurfti hann að verjast uppreisn sonar síns, Khusrau Mirza, og lét taka hann til fanga og blinda hann 1606. 1611 giftist hann tuttugustu og síðustu eiginkonu sinni, Nur Jahan, sem varð frægasta keisaraynja í sögu Mógúlveldisins og hinn raunverulegi valdhafi.


Fyrirrennari:
Akbar mikli
Mógúlkeisari
(1605 – 1627)
Eftirmaður:
Shah Jahan


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.