Jafar Panahi
Jafar Panahi | |
---|---|
جعفر پناهی | |
Fæddur | 11. júlí 1960 Mianeh í Austur-Aserbaísjansýslu í Íran |
Þjóðerni | Íranskur |
Störf | Kvikmyndaleikstjóri Handritshöfundur Framleiðandi Klippari |
Ár virkur | 1988-í dag |
Maki | Tahere Saeedi |
Börn | 2 |
Jafar Panâhi (f. 11. julí 1960) er íranskur kvikmyndagerðarmaður, oft tengdur við írönsku-nýbylgju kvikmyndahreyfinguna.
Eftir að hafa gert stuttmyndir í nokkur ár og unnið sem aðstoðarleikstjóri Abbas Kiarostami, varð Panahi þekktur fyrir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hvítu blöðruna (1995) en myndin hlaut Camera d'Or verðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Cannes, fyrstu stóru verðlaun íranskrar kvikmyndar.
Panahi hefur verið gagnrýninn á stjórnarfar í heimalandi sínu en árið 2010 var hann handtekinn[1] og dæmdur í sex ára fangelsi. Hann á að hafa ógnað öryggi landsins og verið með áróður gegn íranska ríkinu. Ásamt Panahi, sem var bannað að stunda kvikmyndagerð í 20 ár, fara úr landi og tala við fjölmiðlamenn, voru eiginkona hans og dóttir handteknar.
Árið 2012 hlaut Panahi, ásamt Nasrin Sotoudeh, Sakharov-verðlaunin sem áróðursfólk gegn íranska ríkinu.[2]
Panahi hefur hlotið mörg af stærstu verðlaunum kvikmyndageirams, má þar nefna Gulljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir Hringinn (2000), Gullbjörn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir Taxi (2015) og besta handrit á Kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir Þrjú andlit (2018).
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Panahi er giftur Tahereh Saidi, sem hann kynntist fyrst í framhaldsskóla þegar hún vann sem hjúkrunarfræðingur.[3] Saman eiga þau tvö börn, soninn Panah Panahi fæddan árið 1984,[3] og dótturina Solmaz Panahi. Panah Panahi sótti Háskólann í Tehran[4] og gerði sína fyrstu stuttmynd, The First Film,[5] árið 2009 og var sýnd á Montreal World Film Festival. Solmaz nam sviðshöfundanám Tehran.[3]
Kvikmyndaskrá
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Upprunalegur titill | Íslenskur titill | Athugasemdir |
---|---|---|---|
1995 | Badkonake Sefid | Hvíta blaðran[6] | Handritshöfundur ásamt Abbas Kiarostami. |
1997 | Ayneh | Spegillinn[6] | |
2000 | Dayereh | Hringurinn[7] | Handritshöfundur ásamt Kambuzia Partovi. Bönnuð í Íran áður en útgefin. |
2003 | Talaye Sorkh | Handritshöfundur ásamt Abbas Kiarostami. Bönnuð í Íran áður en útgefin. | |
2006 | Offside | Handritshöfundur ásamt Shadmehr Rastin. Bönnuð í Íran áður en útgefin. | |
2011 | In film nist | Þetta er ekki kvikmynd[6] | Leikstjórn ásamt Mojtaba Mirtahmasb. Gerð ólöglega. |
2013 | Pardeh | Handritshöfundur ásamt Kambuzia Partovi. Gerð ólöglega. | |
2015 | Taxi | Gerð ólöglega. | |
2018 | Se Rokh | Þrjú andlit[8] | |
2021 | The Year of the Everlasting Storm | Hluti: „Life“ | |
2022 | Khers Nist | Engir birnir | Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi. Gerð ólöglega. |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Valgeirsson, Tómas (2. september 2010). „Írönskum verðlaunaleikstjóra bannað að gera myndir og ferðast“. Kvikmyndir.is. Sótt 12. desember 2023.
- ↑ Dehghan, Saeed Kamali (26. október 2012). „Nasrin Sotoudeh and director Jafar Panahi share top human rights prize“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 12. desember 2023.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 Deasy, Kristin (22. desember 2010). „Son of Imprisoned Iranian Filmmaker Jafar Panahi Says His Father Still Sees Beauty“. Radio Free Europe / Radio Liberty. Sótt 26. júní 2012.
- ↑ „Interview with Jafar Panahi, part two“. Outside the Frame. 25. september 2009. Sótt 26. júní 2012.
- ↑ „asiapacificfilms.com catelog“. asiapacificfilms.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 maí 2010. Sótt 22. maí 2012.
- ↑ 6,0 6,1 6,2 Ragnarsson 1989-, Gunnar (2020-09). Jeppi á fjalli: Breytufrásögnin í Keimi af kirsuberjum eftir Abbas Kiarostami (Thesis thesis).
- ↑ „Greinasafn - Innskráning“. www.mbl.is. Sótt 12. desember 2023.
- ↑ Tix.is. „Þrjú andlit“. Tix.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. desember 2023. Sótt 12. desember 2023.