Fara í innihald

Jafar Panahi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jafar Panahi
جعفر پناهی
Jafar Panahi árið 2007.
Fæddur11. júlí 1960 (1960-07-11) (64 ára)
Mianeh í Austur-Aserbaísjansýslu í Íran
ÞjóðerniÍranskur
StörfKvikmyndaleikstjóri
Handritshöfundur
Framleiðandi
Klippari
Ár virkur1988-í dag
MakiTahere Saeedi
Börn2

Jafar Panâhi (f. 11. julí 1960) er íranskur kvikmyndagerðarmaður, oft tengdur við írönsku-nýbylgju kvikmyndahreyfinguna.

Eftir að hafa gert stuttmyndir í nokkur ár og unnið sem aðstoðarleikstjóri Abbas Kiarostami, varð Panahi þekktur fyrir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hvítu blöðruna (1995) en myndin hlaut Camera d'Or verðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Cannes, fyrstu stóru verðlaun íranskrar kvikmyndar.

Panahi hefur verið gagnrýninn á stjórnarfar í heimalandi sínu en árið 2010 var hann handtekinn[1] og dæmdur í sex ára fangelsi. Hann á að hafa ógnað öryggi landsins og verið með áróður gegn íranska ríkinu. Ásamt Panahi, sem var bannað að stunda kvikmyndagerð í 20 ár, fara úr landi og tala við fjölmiðlamenn, voru eiginkona hans og dóttir handteknar.

Árið 2012 hlaut Panahi, ásamt Nasrin Sotoudeh, Sakharov-verðlaunin sem áróðursfólk gegn íranska ríkinu.[2]

Panahi hefur hlotið mörg af stærstu verðlaunum kvikmyndageirams, má þar nefna Gulljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir Hringinn (2000), Gullbjörn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir Taxi (2015) og besta handrit á Kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir Þrjú andlit (2018).

Panahi er giftur Tahereh Saidi, sem hann kynntist fyrst í framhaldsskóla þegar hún vann sem hjúkrunarfræðingur.[3] Saman eiga þau tvö börn, soninn Panah Panahi fæddan árið 1984,[3] og dótturina Solmaz Panahi. Panah Panahi sótti Háskólann í Tehran[4] og gerði sína fyrstu stuttmynd, The First Film,[5] árið 2009 og var sýnd á Montreal World Film Festival. Solmaz nam sviðshöfundanám Tehran.[3]

Kvikmyndaskrá

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Upprunalegur titill Íslenskur titill Athugasemdir
1995 Badkonake Sefid Hvíta blaðran[6] Handritshöfundur ásamt Abbas Kiarostami.
1997 Ayneh Spegillinn[6]
2000 Dayereh Hringurinn[7] Handritshöfundur ásamt Kambuzia Partovi. Bönnuð í Íran áður en útgefin.
2003 Talaye Sorkh Handritshöfundur ásamt Abbas Kiarostami. Bönnuð í Íran áður en útgefin.
2006 Offside Handritshöfundur ásamt Shadmehr Rastin. Bönnuð í Íran áður en útgefin.
2011 In film nist Þetta er ekki kvikmynd[6] Leikstjórn ásamt Mojtaba Mirtahmasb. Gerð ólöglega.
2013 Pardeh Handritshöfundur ásamt Kambuzia Partovi. Gerð ólöglega.
2015 Taxi Gerð ólöglega.
2018 Se Rokh Þrjú andlit[8]
2021 The Year of the Everlasting Storm Hluti: „Life“
2022 Khers Nist Engir birnir Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi. Gerð ólöglega.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Valgeirsson, Tómas (2. september 2010). „Írönskum verðlaunaleikstjóra bannað að gera myndir og ferðast“. Kvikmyndir.is. Sótt 12. desember 2023.
  2. Dehghan, Saeed Kamali (26. október 2012). „Nasrin Sotoudeh and director Jafar Panahi share top human rights prize“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 12. desember 2023.
  3. 3,0 3,1 3,2 Deasy, Kristin (22. desember 2010). „Son of Imprisoned Iranian Filmmaker Jafar Panahi Says His Father Still Sees Beauty“. Radio Free Europe / Radio Liberty. Sótt 26. júní 2012.
  4. „Interview with Jafar Panahi, part two“. Outside the Frame. 25. september 2009. Sótt 26. júní 2012.
  5. „asiapacificfilms.com catelog“. asiapacificfilms.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 maí 2010. Sótt 22. maí 2012.
  6. 6,0 6,1 6,2 Ragnarsson 1989-, Gunnar (2020-09). Jeppi á fjalli: Breytufrásögnin í Keimi af kirsuberjum eftir Abbas Kiarostami (Thesis thesis).
  7. „Greinasafn - Innskráning“. www.mbl.is. Sótt 12. desember 2023.
  8. Tix.is. „Þrjú andlit“. Tix.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. desember 2023. Sótt 12. desember 2023.