Fara í innihald

Jövu-nashyrningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jövu-nashyrningur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hófdýr (Perissodactyla)
Ætt: Nashyrningur (Rhinocerotidae)
Ættkvísl: Sondaicus
Desmarest, 1822
Tegund:
R. sondaicus

Jövu-Nashyrningur (Rhinoceros sondaicus), er fágæt tegund nashyrninga. Tegundin er í útrýmingarhættu og stofnstærð 2018 var áætluð tæplega 70 einstaklingar, sem alla er að finna í þjóðgarðinum Ujung Kulan á Java. Enginn einstaklingur er í haldi í dýragörðum. Þar til 2011 mátti finna nokkra einstaklinga í Víetnam en þá dóu þeir út. Jövu-Nashyrningar eru minnsta tegundin nashyrninga, 3,1–3,2 m langir og 1,4-1,7 m háir. Aðeins karldýrið hefur horn á nefinu. Hann er fágætasta stóra spendýrið á jörðinni.

Jövu-Nashyrningar verða 30–45 ára í náttúrunni. Þeir eru einfarar. Engin rándýr ógna fullorðnum einstaklingum í þjóðgarðinum nema þá helst maðurinn. Jövu-Nashyrningur er ennfremur minnst rannsakaður af þeim 5 tegundum nashyrninga einkum sökum þess hve fágætur hann er.