Hlaup

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ossiloop-hlaupið nálægt Leer í Þýskalandi í maí 2004.
Þessi grein fjallar um hreyfingu. Til að sjá greinina um nammið má smá hlaup (nammi).

Hlaup er skilgreint sem hraðasta ferð sem dýr kemst á fótum.

Í íþróttum má skipta hlaupum gróft í spretthlaup, millivegalengdahlaup og langhlaup (sjá maraþonhlaup). Síðan eru einnig til götuhlaup og víðavangshlaup. Til aðskilnaðar frá síðarnefndu flokkunum eru hefðbundin keppnishlaup sem keppt er í á frjálsíþróttamótum oft nefnd brautarhlaup og fara þau hefðbundið fram á 400 m hringbraut sem samanstendur af tveimur 100 m löngum beinum brautum og tveimur 100 m löngum hálfhringjum. Áður fyrr voru hlaupabrautir oftast grasi vaxnar en síðar var farið að leggja þær möl og sandi og fljótlega komust menn upp á lag með að blanda saman fínni möl og leirkenndum sandi eða silti þannig að brautirnar þjöppuðust og þannig náðu keppendur meiri hraða. Nú eru hlaupabrautir margra frjálsíþróttavalla lagðar gerfiefnum sem gefa gott grip án þess að draga úr hraða keppenda vegna mýktar. Það gerviefni sem einna mest er notað í hlaupabrautir bæði innanhúss og utan nefnist tartan.

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.