Jón (ábóti í Viðeyjarklaustri)
Útlit
Jón ábóti (d. 1369) í Viðeyjarklaustri upp úr miðri 14. öld hafði áður verið kanúki í Þykkvabæjarklaustri en varð ábóti í Viðey 1364, eftir lát Björns Auðunarsonar ábóta þar sama ár. Föðurnafn hans er óþekkt og ekkert vitað um hann, nema hvað í hans tíð var gerður máldagi Viðeyjarklausturs þar sem taldir eru upp kirkjugripir og bústofn í eigu klaustursins.
Jón ábóti dó 1369 og tók Jón Guðmundsson við eftir lát hans.