Kolbeinn (ábóti)
Útlit
Kolbeinn (d. eftir 1455) var ábóti í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri um miðja 15. öld en afar fátt er vitað um hann og ábótatíð hans. Hann var orðinn ábóti 1448 en sá sem nefndur er næstur á undan honum var Jón Þorfinnsson. Hans er seinast getið 1438 og hefur Kolbeinn því tekið við einhverntíma á árunum 1438-1448; mögulegt er þó að einhver hafi verið á milli þeirra en heimildir um þetta tímabil eru afar slitróttar.
Hið eina sem vitað er um Kolbein er að árið 1448 fékk hann klaustrinu dæmda hálfa Dyrhólaey til eignar. Hann var enn á lífi 1455 en ekkert er vitað um eftirmann hans eða dánarár. Bárður Auðunsson var orðinn ábóti 1461.