Jóhanna af Búrgund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jóhanna af Búrgund.
Jóhanna af Búrgund.

Jóhanna af Búrgund (15. janúar 129221. janúar 1330) var kona Filippusar 5. Frakkakonungs og drottning Frakklands 1316-1322.

Jóhanna var eldri dóttir Ottós 4. greifa af Búrgund. Hún giftist Filippusi prinsi, sem var næstelsti sonur Filippusar 4. Frakkakonungs, árið 1307. Hjónaband þeirra virðist hafa verið gott, að minnsta kosti var Filippus mjög örlátur við konu sína og veitti henni stuðning í Tour de Nesle-málinu, þegar hún var sökuð um að hafa vitað af framhjáhaldi systur sinnar og frænku, Blönku af Búrgund og Margrétar af Búrgund, sem giftar voru bræðrum Filippusar, og jafnvel verið seld undir sömu sök. Þær voru hnepptar í dýflissu og og eiginmenn þeirra höfnuðu þeim. Jóhanna var sett í stofufangelsi en Filippus neitaði að segja skilið við hana og hún sneri aftur til hirðarinnar 1315.

Ári síðar dó Loðvík 10., bróðir Filippusar. Síðari kona hans var þá þunguð og ól son (Jóhann 1.) nokkrum mánuðum síðar, 15. nóvember, en hann dó fimm daga gamall og þá varð Filippus konungur. Þau Jóhanna voru krýnd í Reims 9. janúar 1317.

Filippus dó í janúar 1322 en Jóhanna árið 1330. Hún hafði erft greifadæmin Búrgund og Artois eftir foreldra sína og gengu þau til elstu dóttur hennar, Jóhönnu, sem hafði verið gift Ottó 4. hertoga af Búrgund, tíu ára gömul árið 1318, og sameinuðust hertogadæmið Búrgund og greifadæmið Búrgund þar með. Þrjár aðrar dætur Jóhönnu og Filippusar komust upp en franska krúnan gekk til Karls bróður hans.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]