Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir
Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir er íslenskur bóndi sem hefur unnið að björgun íslensku geitarinnar frá útdauða með því að rækta geitur á býli sínu, Háafelli í Borgarbyggð.
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir rekur geitabúið Háafell í Borgarbyggð.[1] Áður en hún kom upp býlinu vann hún sem hjúkrunarfræðingur[2] en býlið hafði tilheyrt fjölskyldu hennar í þrjár kynslóðir. Hún hefur alið upp sex börn á bænum.[3]
Frá árinu 2000 hefur Jóhanna ræktað íslenskar geitur á býlinu til þess að bjarga stofninum frá útrýmingu.[1] Vegna starfa Jóhönnu er býlið einnig þekkt sem Geitafjársetur Íslands.[4] Býlið er eina geitaræktarbúið á Íslandi.[4] Árið 2012 skipulagði Jóhanna fjársöfnun á Kickstarter til þess að fjármagna áframhaldandi verndarstarf og bæta vinnuaðstöður á býlinu.[4] Jóhanna útvegaði 20 geitur við upptökur á þættinum „The Laws of Gods and Men“ í fjórðu þáttaröð sjónvarpsþáttanna Game of Thrones.[5] Jóhanna hefur smám saman skapað eftirspurn eftir geitaafurðum á Íslandi.[6]
Árið 2014 stefndi í fjárnám á býlinu. Jóhanna brást við með því að skipuleggja aðra fjáröflunarherferð, í þetta sinn á IndieGoGo, til þess að afla 10 milljóna króna svo hægt yrði að halda rekstri geitabúsins áfram. Ef ekki hefði tekist að afla fjárins hefði geitunum verið slátrað.[7] Frá því að fjáröflunin heppnaðist hefur Jóhanna reynt að gera rekstur býlisins sjálfbæran með því að framleiða eigin geitaost allt árið.[8]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Dunsmith, Gabriel (5. apríl 2017). „Outside Of Reykjavík: Mountains, Sagas And... Goats“. The Reykjavík Grapevine. Sótt 3. nóvember 2017.
- ↑ Mulkern, Audra (6. ágúst 2014). „Photos: Fighting to Save the Icelandic Goat“. Modern Farmer. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 nóvember 2017. Sótt 3. nóvember 2017.
- ↑ Mulkern, Audra (4. nóvember 2014). „Picturing Women Farmers: The Euro Edition“. Modern Farmer. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 nóvember 2017. Sótt 3. nóvember 2017.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 Fontaine, Paul (7. nóvember 2012). „Effort Launched To Save Icelandic Goat“. The Reykjavík Grapevine. Sótt 3. nóvember 2017.
- ↑ Fontaine, Paul (14. maí 2014). „Icelandic Goat Killed By Dragon“. The Reykjavík Grapevine. Sótt 3. nóvember 2017.
- ↑ „Farmers: Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir and Rashida Khan“. BBC World Service. 18. október 2012. Sótt 3. nóvember 2017.
- ↑ Kyzer, Larissa (5. ágúst 2015). „Time's Ticking For The Icelandic Goat“. The Reykjavík Grapevine. Sótt 3. nóvember 2017.
- ↑ Daly, Ciarán (7. september 2015). „The Goats At Háafell Are G.o.a.t.“. The Reykjavík Grapevine. Sótt 3. nóvember 2017.