Fara í innihald

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir er íslenskur bóndi sem hefur unnið að björgun íslensku geitarinnar frá útdauða með því að rækta geitur á býli sínu, Háafelli í Borgarbyggð.

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir rekur geitabúið Háafell í Borgarbyggð.[1] Áður en hún kom upp býlinu vann hún sem hjúkrunarfræðingur[2] en býlið hafði tilheyrt fjölskyldu hennar í þrjár kynslóðir. Hún hefur alið upp sex börn á bænum.[3]

Frá árinu 2000 hefur Jóhanna ræktað íslenskar geitur á býlinu til þess að bjarga stofninum frá útrýmingu.[1] Vegna starfa Jóhönnu er býlið einnig þekkt sem Geitafjársetur Íslands.[4] Býlið er eina geitaræktarbúið á Íslandi.[4] Árið 2012 skipulagði Jóhanna fjársöfnun á Kickstarter til þess að fjármagna áframhaldandi verndarstarf og bæta vinnuaðstöður á býlinu.[4] Jóhanna útvegaði 20 geitur við upptökur á þættinum „The Laws of Gods and Men“ í fjórðu þáttaröð sjónvarpsþáttanna Game of Thrones.[5] Jóhanna hefur smám saman skapað eftirspurn eftir geitaafurðum á Íslandi.[6]

Árið 2014 stefndi í fjárnám á býlinu. Jóhanna brást við með því að skipuleggja aðra fjáröflunarherferð, í þetta sinn á IndieGoGo, til þess að afla 10 milljóna króna svo hægt yrði að halda rekstri geitabúsins áfram. Ef ekki hefði tekist að afla fjárins hefði geitunum verið slátrað.[7] Frá því að fjáröflunin heppnaðist hefur Jóhanna reynt að gera rekstur býlisins sjálfbæran með því að framleiða eigin geitaost allt árið.[8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Dunsmith, Gabriel (5. apríl 2017). „Outside Of Reykjavík: Mountains, Sagas And... Goats“. The Reykjavík Grapevine. Sótt 3. nóvember 2017.
  2. Mulkern, Audra (6. ágúst 2014). „Photos: Fighting to Save the Icelandic Goat“. Modern Farmer. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 nóvember 2017. Sótt 3. nóvember 2017.
  3. Mulkern, Audra (4. nóvember 2014). „Picturing Women Farmers: The Euro Edition“. Modern Farmer. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 nóvember 2017. Sótt 3. nóvember 2017.
  4. 4,0 4,1 4,2 Fontaine, Paul (7. nóvember 2012). „Effort Launched To Save Icelandic Goat“. The Reykjavík Grapevine. Sótt 3. nóvember 2017.
  5. Fontaine, Paul (14. maí 2014). „Icelandic Goat Killed By Dragon“. The Reykjavík Grapevine. Sótt 3. nóvember 2017.
  6. „Farmers: Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir and Rashida Khan“. BBC World Service. 18. október 2012. Sótt 3. nóvember 2017.
  7. Kyzer, Larissa (5. ágúst 2015). „Time's Ticking For The Icelandic Goat“. The Reykjavík Grapevine. Sótt 3. nóvember 2017.
  8. Daly, Ciarán (7. september 2015). „The Goats At Háafell Are G.o.a.t.“. The Reykjavík Grapevine. Sótt 3. nóvember 2017.