Geitaostur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nýr geitaostur með kexi.

Geitaostur er ostur unninn úr geitamjólk. Geitamjólk inniheldur svipað heildarmagn fitu og kúamjólk en hærra magn tiltekinna fitusýra í geitamjólk gefur geitaosti sitt einkennandi súra bragð.

Geitaostur hefur verið framleiddur í þúsundir ára og er talinn ein elsta framleidda mjólkurafurðin. Einföld uppskrift að geitaosti gengur út á að láta hrámjólk ysta náttúrulega, skilja ystinginn að og kreista honum. Jafnframt má nota sýru svo sem edik eða sítrónusafa, eða ostahleypi til að skilja ystinginn að.

Mjúkan geistaost má gera heima í eldhúsi með því að hengja grisju fyllta með ystingi upp í nokkra daga svo osturinn þorni og þroskist. Ef þroska skal ostinn í nokkra mánuði er hann yfirleitt settur í bleyti í saltvatn svo börkur myndist og þá settur í geymslu á ostalager.

Geitaostur mýkist þegar hann er hitaður upp en bráðnar ekki eins og kúaostur. Harðari geitaost má baka í ofni til að gera hann mýkri og meira fljótandi.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.