Jóhann R. Benediktsson
Útlit
Jóhann Ragnar Benediktsson (f. 18. mars 1961) var lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann var sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en var skipaður lögreglustjóri Suðurnesja þegar lögregla sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli var sameinuð lögreglu sýslumannsins í Keflavík. Sem yfirmaður tollgæslu á Keflavíkurflugvelli og baráttu gegn fíkniefnasmygli og -viðskiptum, hefur Jóhann oft verið í fréttum. Í september 2008 komst hann enn í fréttir, þegar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sendi honum bréf þar sem honum var tilkynnt að embætti hans yrði auglýst þann 1. apríl 2009. Jóhann hélt þá fund og tilkynnti afsögn sína (ásamt nokkrum veigamiklum starfsmönnum við embættið) frá og með 1. október 2008 og bar við trúnaðarbresti.
Ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]- Björn Vignir Sigurpálsson: Baksvið: Sagan bak við deiluna á Suðurnesjum, Mbl.is 25. 9. 2008