Fara í innihald

Jóhann Möller - Pabbi vill mambó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jóhann Möller syngur Pabbi vill mambó
Bakhlið
IM 78
FlytjandiJóhann Möller, Tónasystur, hljómsveit Jan Morávek
Gefin út1955
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Jóhann Möller syngur er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1955. Á henni syngur Jóhann Möller lagið Þú ert mér kær með hljómsveit Jan Morávek og hið þekkta lag Pabbi vill mambó með Tónasystrum og mambó-hljómsveit Jan Morávek. Jan útsetur lögin. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

  1. Þú ert mér kær - Lag - texti: Gyldmark - Valgerður Ólafsdóttir
  2. Pabbi vill mambó - Lag - texti: Fisher - NN - Hljóðdæmi