Fara í innihald

Ivanka Trump

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ivanka Trump
Aðstoðarmaður Bandaríkjaforseta
Í embætti
29. mars 2017 – 20. janúar 2021
Persónulegar upplýsingar
Fædd30. október 1981 (1981-10-30) (43 ára)
Manhattan, New York-borg, New York, Bandaríkin
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiJared Kushner (g. 2009)
StarfAðstoðarmaður bandaríkjaforseta

Ivana Marie "Ivanka" Trump (/ɪˈvɑːŋkə/; fædd 30. október 1981)[1] er bandarísk kaupsýslukona og aðstoðarmaður föður síns Donalds Trump, bandaríkjaforseta[2] frá 2017 til 2021. Þá gegndi hún embætti stjórnanda Frumkvöðlastofnunar Bandaríkjanna, The Office of Economic Initiatives and Entrepreneurship.[3][4]

Hún er næst elst barna Donalds Trump og fyrstu eiginkonu hans, Ivönu Trump, kaupsýslukonu, fyrirsætu og rithöfundar. Hún er fyrsti gyðingurinn sem er hluti af fjölskyldu bandaríkjaforseta, en hún snerist til gyðingdóms þegar hún giftist eiginmanni sínum, Jared Kushner.[5]

Hún gegndi stöðu aðstoðarstjórnanda í fjölskyldufyrirtækinu Trump Organization. Hún var einnig dómari í raunveruleikaþætti föður síns The Apprentice.[6][7][8] Hún sagði upp starfi sínu hjá Trump Organization í mars 2017 til að taka við embætti innan ríkisstjórnar föður síns ásamt eiginmanni sínum. Ivanka var gagnrýnd vegna aðgengis að trúnaðarupplýsingum á sama tíma og hún hafði frjálsari hendur en aðrir opinberir starfsmenn. Í kjölfarið bauðst hún sjálfviljug til að senda hinu opinbera „gögn sem krafist var af opinberum starfsmönnum samhliða því að gegna sömu siðareglum og aðrir.“[9][10]

Samhliða stöðu sinni í Hvíta húsinu starfaði hún einnig við eigið tískufyrirtæki, allt fram í júlí 2018. Sú ákvörðun var gagnrýnd vegna hagsmunaárekstra.[11] Hún var ætíð talin tilheyra innsta hring forsetans, líka áður en hún tók við opinberri stöðu.[12]

Ivanka er fædd á Manhattan í New York og er næst-elsta barn Tékknesk-amerísku fyrirsætunnar Ivönu Trump (áður Zelníčková)[13] og Donalds Trump, sem í júlí 2017 varð 45. forseti Bandaríkjanna.[14]

Hún hefur alltaf notað nafnið Ivanka, sem er slavnesk útgáfa af nafninu Ivana[15][16]. Foreldrar hennar skildu árið 1992 þegar hún var 10 ára gömul.[17][18] Hún á tvo bræður, Donald Jr. og Eric, auk hálfsysturinnar Tiffany og hálfbróðurins Barron.

Hún gekk í Chapin stúlknaskólann á Manhattan til 15 ára aldurs, en þá skipti hún yfir í Choate Rosemary Hall-einkaskólann í Wallingford í Connecticut. Hún segist hafa upplifað námsárin í Choate eins og fangavist, á meðan vinir hennar voru að skemmta sér í New York.[19]

Eftir útskrift frá Choate árið 2000 [20]hóf hún nám við Georgetown háskóla í tvö ár, áður en hún færði sig yfir í Wharton-viðskiptaskólann við háskólann í Pensyllvaníu. Hún útskrifaðist með  bakkalárgráðu í hagfræði árið 2004.[21][22]

Viðskiptaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir útskrift frá Wharton starfaði Ivanka stuttlega hjá Forest City Enterprises sem verkefnastjóri fasteignaviðskipta áður en hún gekk til liðs við Trump Organization árið 2005.[23] Hún gegndi þar stöðu framkvæmdastjóra þróunarsviðs.[24]

Árið 2007 hóf hún samstarf með Dynamic Diamond Group, fyrirtæki demantabraskarans Moshe Lax, til að framleiða Ivanka Trump Fine Jewelry, skartgripalínu demanta og gullskartgripa sem seld var í samnefndri verslun á Manhattan.[25][26] Í nóvember 2011 fluttist verslunin frá Madison Avenue til 109 Mercer Street, í stærra húsnæði í hinu vinsæla SoHo hverfi borgarinnar.[27][28]

Í desember 2012 kusu konur 100 vogunarsjóða Ivönku Trump í í stjórnarnefnd.[25][22] Í október árið 2015 sögðu fjölmiðlar frá því að Ivanka Trump skartgripaverslunin á Mercer Street virtist lokuð og bættu við að allt liti út fyrir að húsnæðið stæði autt.[29] Í október 2016 fengust skartgripir Ivönku aðeins til sölu í verslunarhúsnæði í Trump Tower á Manhattan, en vörurnar fengust einnig í verslunum Hudson’s Bay og í öðrum skartgripaverslunum um Bandaríkin og Kanada. Einnig voru vörur hennar til sölu í Barein, Kúveit, Katar, Sádi Arabíu og Arabísku furstadæmunum.[30]

Gagnrýni og pólítískir hagsmunaárekstrar

[breyta | breyta frumkóða]

Ivanka Trump átti einnig fata- og aukahlutalínu sem sem seld var í vöruhúsum í Bandaríkjunum og Kanada, meðal annars Macy’s og Hudson’s Bay.[31] Ivanka var sökuð um hönnunarþjófnað[32][33] auk þess sem PETA og önnur dýraverndunarsamtök létu í sér heyra vegna notkunar hennar á kanínufeld[34][35]. Árið 2016 voru treflar úr línu Ivönku innkallaðir en flíkurnar uppfylltu ekki skilyrði Bandarísku neytendasamtakanna um eldhættu. [36][37] Árið 2016 leiddi athugun í ljós að stærstur hluti af vörunum var framleiddur utan Bandaríkjanna.[38] Ivanka Trump skórnir hafa verið framleiddir af Chengdu Kameido skóverksmiðjunni í Sichuan og Hangzhou HS Fasion (innan G-III samsteypunnar) í Zhejiang.[39]

Í febrúar árið 2017, vegna dræmrar sölu og sniðgöngu viðskiptavina,[40] hættu vöruhúsin Neimann Marcus og Nordstrom viðskiptum með vörur Ivönku Trump, og tilgreindu „lélega frammistöðu“ sem ástæðu ákvörðunarinnar.[41] Aðrar stórverslanir á borð við Marshall’s, TJ Maxx og Hudson’s Bay Company tóku vörurnar einnig úr hillum sínum.[42]

Í febrúar 2017 hvatti ráðgjafi forsetans, Kellyanne Conway, áhorfendur Fox News sjónvarpsstöðvarinnar til að kaupa vörur Ivönku Trump, og sætti gagnrýni fyrir.[43] Í júní 2017 voru þrír starfsmenn samtakanna China Labor Watch, sem berjast gegn þrælkun, handteknir við rannsókn á Huajian International, sem framleiðir vörur fyrir ýmis amerísk fyrirtæki, þar á meðal tískulínu Ivönku Trump. Bandarísk stjórnvöld, undir stjórn Donalds Trump, fóru fram á að þeir yrðu leystir úr haldi.[44][45] Í júlí 2018 tilkynnti Ivanka síðan að hún hyggðist loka fyrirtækinu og sinna stjórnmálaferli sínum í staðinn.[46][47][48]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Ivanka Trump Gives Birth to Third Jewish Baby“. Algemeiner.com (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  2. „Report final“ (PDF).
  3. United states government publishing office. "Congressional Directory for the 115th Congress (2017-2018), October 2018 - Executive Office" (PDF).
  4. „Is it true that Ivanka Trump created "millions" of jobs?“. www.cbsnews.com (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  5. Harris, David. „A Jewish first whether it's Trump or Clinton: Column“. USA TODAY (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  6. „Ivanka M. Trump: Trump Organization Hotel Collection Real Estate Casinos Golf Clubs Restaurants Merchandise Corporation Company Publications“. web.archive.org. 24. október 2016. Afritað af uppruna á 24. október 2016. Sótt 25. nóvember 2020.
  7. The Daily Beast (febrúar 2020). "Jared Kushner Named Senior Adviser to Trump".
  8. Nelson, Louis. „Ivanka Trump: 'I try to stay out of politics'. POLITICO (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  9. Haberman, Maggie; Abrams, Rachel (29. mars 2017). „Ivanka Trump, Shifting Plans, Will Become a Federal Employee (Published 2017)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 25. nóvember 2020.
  10. Sutton, Kelsey. „Warren, Carper petition Ethics Office for information on Ivanka Trump's White House role“. POLITICO (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  11. Bhattarai, Abha; Harwell, Drew (júlí 2020). "Ivanka Trump shuts down her namesake clothing brand". The Washington Post.
  12. Staff, Our Foreign; Krol, Charlotte (2. febrúar 2017). „Donald Trump's inner circle: Who are the key figures driving the president's policy agenda?“. The Telegraph (bresk enska). ISSN 0307-1235. Sótt 25. nóvember 2020.
  13. Gupta, Prachi (16. mars 2017). „6 Things You Need to Know About Donald Trump's First Wife, Ivana“. Cosmopolitan (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  14. Friedman, Megan (29. ágúst 2017). „10 Things You Should Know About Ivanka Trump“. Cosmopolitan (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  15. „Ivanka Trump: Model, Businesswoman, Daughter to Republican Nominee | Voice of America - English“. www.voanews.com (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  16. „https://twitter.com/ivankatrump/status/19712318984159232“. Twitter (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  17. Friedman, Megan (29. ágúst 2017). „10 Things You Should Know About Ivanka Trump“. Cosmopolitan (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  18. Press, Associated (16. mars 2017). „Ivana Trump to write memoir about raising US president's children“. the Guardian (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  19. Gurley, George (29. janúar 2007). „Trump Power“. Marie Claire (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  20. „Donald Trump's Children - The Real Apprentices - Nymag“. New York Magazine (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  21. Seligson, Hannah. „What Really Drives Ivanka Trump?“. The Huffington Post. Sótt 25. nóvember 2020.
  22. 22,0 22,1 "About Ivanka". Archived from The Original. nóvember 2012.
  23. Filipovic, Jill. „To Understand Ivanka, Don't Read Her New Book. Read Her Old One“. POLITICO Magazine (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  24. „Yahoo Finance - Stock Market Live, Quotes, Business & Finance News“. finance.yahoo.com (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  25. 25,0 25,1 „If I Owned: Ivanka Trump - INSTOREMAG.COM“. web.archive.org. 18. september 2015. Afritað af uppruna á 18. september 2015. Sótt 25. nóvember 2020.
  26. „About Ivanka Trump“.
  27. DeMarco, Anthony. „Luxury Jewelry Brands Ivanka Trump and Aaron Basha Relocate N.Y. Boutiques“. Forbes (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  28. „Inside Ivanka Trump's New Diamond-Packed Boutique“. The Cut (bandarísk enska). 29. nóvember 2011. Sótt 25. nóvember 2020.
  29. Gurfein, Laura (2. október 2015). „Ivanka Trump's Soho Flagship Has Quietly Shuttered“. Racked NY (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  30. „International — Ivanka Trump Collection“. web.archive.org. 22. október 2016. Afritað af uppruna á 22. október 2016. Sótt 25. nóvember 2020.
  31. Collins, Eliza. „Who is Ivanka Trump? Fashion designer, trusted adviser“. USA TODAY (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  32. „Ivanka Trump Accused of Stealing Designs from Actual Fashion Designer“. web.archive.org. 6. júní 2016. Afritað af uppruna á 6. júní 2016. Sótt 25. nóvember 2020.
  33. Yi, David. „Ivanka Trump accused of copying popular shoe design“. Mashable (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  34. „PETA tries to pull the rabbit out of Ivanka Trump's hat |“. web.archive.org. 30. júní 2016. Afritað af uppruna á 30. júní 2016. Sótt 25. nóvember 2020.
  35. CNN, Gregory Krieg. „PETA tries to pull the rabbit out of Ivanka Trump's hat - CNNPolitics“. CNN. Sótt 25. nóvember 2020.
  36. Tau, Byron (6. apríl 2016). „Safety Agency Recalls Ivanka Trump-Brand Scarves Over 'Burn Risk'. WSJ (bandarísk enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  37. News, A. B. C. „Ivanka Trump Scarves Recalled Over 'Burn Risk'. ABC News (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  38. News, A. B. C. „Donald Trump Decries Outsourcing but Much of Family Brand Is Manufactured Abroad“. ABC News (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  39. Post, Kinling Lo | South China Morning. „As trade war rages, the shoe biz goes on for Ivanka Trump and her Chinese suppliers“. POLITICO (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  40. Ivanka first. Vanity Fair. 2018. bls. 78.
  41. „Nordstrom drops Ivanka Trump line, citing poor 'performance'. NBC News (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  42. Abrams, Rachel (24. júlí 2018). „Ivanka Trump Is Shutting Down Her Fashion Brand (Published 2018)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 25. nóvember 2020.
  43. „Kellyanne Conway Tells Americans To Buy Ivanka Trump's Products“. NPR.org (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  44. Bradsher, Keith (6. júní 2017). „U.S. Presses China to Free Activists Scrutinizing Ivanka Trump Shoe Factory (Published 2017)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 25. nóvember 2020.
  45. "China Defends Arrest of Men Investigating Ivanka Trump's Shoe Supplier".
  46. „Ivanka Trump is closing down her fashion business“. NBC News (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  47. Staff, Reuters (24. júlí 2018). „Ivanka Trump closes fashion line to focus on helping her father“. Reuters (enska). Sótt 25. nóvember 2020.
  48. Bhattarai, Abha; Harwell, Drew (júlí 2018). "Ivanka Trump shuts down her namesake clothing brand". The Washington Post.