Fara í innihald

PETA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki PETA

People for the Ethical Treatment of Animals; eða PETA var stofnað 1980 með það að markmiði að berjast fyrir réttindum dýra. Samtökin halda því fram að dýr séu ekki til þess ætluð að leggja sér þau til munns, klæðast feldi þeirra eða hafa af þeim skemmtun. PETA þjálfar fólk og fræðir almenning um misnotkun á dýrum og stuðlar að góðri meðferð þeirra. PETA er alþjóðleg stofnun sem rekin er í góðgerðarskyni með höfuðstöðvar í Norfolk í Virginíu. Stofnunin er sú stærsta sinnar tegundar með fleiri en 3 milljónir félaga og stuðningsmanna.

PETA samtökin voru stofnuð af Ingrid Newkirk og samstarfsmanni hennar í dýraverndunarmálum Alex Pacheco. Samtökin vöktu fyrst athygli almennings árið 1981, þegar svokallað „The Silver Spring monkeys„ mál var mikið í umræðunni og vakti miklar deilur. Málið fjallaði um tilraunir sem gerðar voru á 17 macaque öpum og áttu sér stað í stofnun í Silver Spring, Maryland , eða the Institute of Behavioural Research. Málaferlin stóðu yfir í 10 ár og þar átti sér stað einstök lögregluárás á dýratilraunastofu sem varð til þess að breytingar voru gerðar á lögum í US og PETA varð þekkt stofnun á alþjóðavísu.

Síðan þá hafa aðaláherslur samtakanna verið á fjóra aðalþætti dýraverndunarmála, þar sem þau telja að dýr þjáist mest; í verksmiðjubúum, í fataiðnaði, í tilraunastofum og í skemmtanaiðnaðinum.

PETA vinnur líka að ýmsum öðrum málum svo sem grimmilegum drápum á bjór, fuglum og öðrum „gæludýrum“ sem og illri meðferð á tömdum dýrum. Samtökin vinna á ýmsan hátt, svo sem í gegnum almenna menntun, þau rannsaka illa meðferð á dýrum, gera rannsóknir, skoða lagalegar hliðar mála og fá þekkt fólk eins og t.d. kvikmyndastjörnur til liðs við sig ásamt því að standa fyrir herferðum í mótmælaskyni við ýmis mál. Forseti og annar af stofnendum PETA samtakanna, Ingrid Newkirk , hefur lýst aðal markmiði samtakanna sem „ algjörri frelsun dýra.“ Þetta þýðir ekkert kjöt, enga mjólk, dýragarða eða sirkusa, enga ull, leður, veiðar, og engin gæludýr (ekki einu sinni horfa í augu hundanna). Samtökin eru líka algjörlega á móti öllum læknisfræðilegum rannsóknum sem krefjast notkunar dýra.[1]

Silver Spring Api

Þrátt fyrir stanslausar ásakanir PETA samtakanna um „siðferðilega ranga“ meðferð veitingahúsa eigenda, kaupmanna, bænda, vísindamanna, stangveiðimanna og fjölda annarra Ameríkana, hafa samtökin sjálf drepið meira en 14.000 hunda og ketti í höfuðstöðvum sínum í Norfolk Virginíu. Árið 2005 drápu þau meira en 90 prósent af þeim dýrum sem þau tóku frá almenningi. Utan hreyfingarinnar hefur það valdið áhyggjum almennings hvernig PETA samtökin standa að herferðum sínum ásamt því hversu mikið af dýrum þau drepa, eða 85 prósent þeirra.

Samtökin voru gangrýnd árið 2005 af bandaríska öldungadeildarþingmanninum Jim Inhofe fyrir að veita samtökunum Animal Liberation Front (ALF) og Earth Liberation Front (ELF) fjárframlög, en FBI hefur skilgreint starfsemi beggja þessara samtaka sem innlenda hryðjuverkastarfsemi. Svör PETA við þessu voru þau að þau ættu enga aðild að hvorugum þessara samtaka og styddu ekki ofbeldi, þrátt fyrir að Newkirk hefði áður látið í ljós þá skoðun að hún myndi styðja það að dýr væru tekin úr rannsóknarstofum þótt það væri skilgreint sem ólöglegt athæfi[2] [3]

Lögsóknir

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að PETA hafði lögsótt Davis sýslu í Utah, þar sem þau fullyrtu að yfirvöld þar hefðu brotið lög með því að neita að láta af hendi skjöl sem vörðuðu meira en 100 heimilislausa hunda og ketti sem dýraathvarf átti að hafa selt til Háskólans í Utah árið 2009, í sársaukafullar tilraunir sem leiddu til dauða dýranna, samþykkti sýslan að afhenda skýrslurnar og endurgreiða PETA meira en 17 þúsund dollara í lögfræðikostnað. Dýraathvarfið hætti að selja dýr til rannsóknarstofa í mars 2010 eftir að PETA fletti ofan af starfsemi háskólans og ekki var lengur talið forsvaranlegt að stunda þessa starfsemi.[4] PETA lögsótti einnig Sea World og staðhæfðu að dýragarðurinn hefði brotið þrettándu grein stjórnarskrár bandaríkjanna (the 13th Amendment) á háhyrningum í dýragarðinum, en hún fjallar um þrælahald og nauðungarvinnu. Þetta vakti hneykslun hjá mörgum þar sem fólki fannst óviðeigandi að bera saman þjáningar afrísk-amerískra þræla og aðstæður háhyrninga í skemmtigarði.[5]

Baráttuaðferðir

[breyta | breyta frumkóða]

Litríkar og „umdeildar“ baráttuaðferðir eins og „ verum nakin í stað þess að klæðast loðfeldi“ vekja stöðuga athygli og eru í fréttum. „Nakta“ herferðin byrjaði fyrir nokkrum árum þegar þátttakendur í kröfugöngum – bæði karlmenn og konur – fóru í kröfugöngu með risastóra borða með þeim skilaboðum að þau myndu frekar „ vera nakin í stað þess að klæðast loðfeldi“ Fleiri slíkar mótmælagöngur hafa verið farnar um allan heim, hugmyndin þróaðist áfram og PETA samtökin fóru að fá þátttöku tilboð frá heimsþekktum einstaklingum eins og t.d. Kim Basinger og Pamelu Anderson . Athyglisvert er að PETA byrjuðu að fá kvartanir um herferðina eftir að fyrirsætur og leikarar fóru að taka þátt, sem samtökin túlkuðu á þann veg að þátttaka frægs fólks hjálpaði þeim að ná fleirum á sitt band. Herferðin hefur verið gríðarlega áhrifamikil og hefur verið fjallað um hana í nánast öllum stærstu dagblöðum, að meðtöldu The Wall Street Journal, The Los Angeles Times, USA Today og The Washington Post.[6]

Aðgerðarsinnar PETA samtakanna reyna reglulega að ná til ungra barna allt niður í sex ára aldur með áróðri um að ekki skuli neyta mjólkur og kjöts.Þeir taka sér gjarnan stöðu við skólana til að ná til barnanna án þess að foreldrar verði þess varir. Í einu þeirra áróðursspjalda sem börnunum eru sýnd stendur; „Mamma þín drepur dýr!“ PETA samtökin stæra sig af því að þessi skilaboð nái til meira en tveggja milljóna barna á hverju ári, meðtalinn tölvupóstur sem börnunum er sendur án leyfis foreldra.[7]


  1. http://www.peta.org/about/learn-about-peta/default.aspx „All About PETA“] af peta.org Skoðað 6. nóv 2012
  2. http://holzmantweed.tumblr.com/post/32636395373/7-things-you-didnt-know-about-peta „7 things you didnt know about PETA“] af holzmantweed.tumblr.com Skoðað 6. nóv 2012
  3. http://www.targetofopportunity.com/PeTA.htm „PeTA“] af targetofopportunity.com Skoðað 5. nóv 2012
  4. http://www.peta.org/about/victories/ „About PETA - Victories“] af peta.org Skoðað 5. nóv 2012
  5. http://dailycaller.com/2012/02/10/the-insanity-of-peta-its-frivolous-lawsuit-against-seaworld-compared-whales-to-black-slaves/ „The insanity of PETA: Its frivolous lawsuit against SeaWorld compared whales to black slaves Read more: http://dailycaller.com/2012/02/10/the-insanity-of-peta-its-frivolous-lawsuit-against-seaworld-compared-whales-to-black-slaves/#ixzz2C8yL8EuI“] af dailycaller.com Skoðað 6. nóv 2012
  6. http://www.peta.org/about/faq/why-does-peta-sometimes-use-nudity-in-its-campaigns.aspx „Why Does PETA sometimes use nudity in it's campaigns“] af peta.org Skoðað 6. nóv 2012
  7. http://holzmantweed.tumblr.com/post/32636395373/7-things-you-didnt-know-about-peta „7 things you didnt know about PETA“] af holzmantweed.tumblr.com Skoðað 6. nóv 2012