Eldlandið
Útlit
(Endurbeint frá Isla Grande de Tierra del Fuego)
Eldlandið (spænska: Tierra del Fuego) er eyjaklasi syðst í Suður-Ameríku. Stóra Eldlandsey (Isla Grande de Tierra del Fuego) er stærst og fjölmennust eyjanna. Eldlandið hefur skipst milli Chile og Argentínu síðan 1881. Tréð snælenja er algengt þar.
Evrópumenn á vegum Magellans komu fyrst í leiðangur til eyjaklasans árið 1520, vegna þeirra fjölmörgu bála sem innfæddir höfðu gert fékk klasinn nafnið „Eldlandið“.
Í norðrinu er olíuvinnsla helsti iðnaðurinn, í suðrinu er það ferðamennska og þjónusta við leiðangra til Suðurskautslandsins.