Magellansund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Magellansund er sund milli Eldlands og meginlands Suður-Ameríku, sunnan við Punta Arenas. Það er 560 km langt og 5-30 km breitt. Sigling um Megellansund er erfið vegna þoku, strauma og vestanvinda. Magellansund er að mestu innan landamæra Síle en austasti hlutinn er í Argentínu.[1] Fyrstur Evrópubúa til að sigla þess leið var Portugalin Ferdinad Magellan árið 1520[1] Sundið var mjög mikilvæg siglingarleið fram að opnun Panamaskurðarins árið 1914 og er enn mikilvæg siglingarleið á milli Kyrrahafs og Atlantshafs .[1] Síle og Argentína hafa deilt um yfirráð á svæðinu sem leiddi næstum því til stríðs á milli ríkjanna árið 1978 en með friðarsamningi árið 1984 leystust mörg ágreiningsefni og hann stuðlaði einnig að auknum efnahagslegum samskiptum.[1]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 New World Encyclopedia contributors (apríl 2023). „Strait of Magellan“. New World Encyclopedia. Sótt nóvember 2023.