Ingibjörg Þorbergs - Hin fyrstu jól - Klukknahljóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ingibjörg Þorbergs - Hin fyrstu jól - Klukknahljóð
Forsíða Ingibjörg Þorbergs - Hin fyrstu jól - Klukknahljóð

Bakhlið Ingibjörg Þorbergs - Hin fyrstu jól - Klukknahljóð
Bakhlið

Gerð IM 69
Flytjandi Ingibjörg Þorbergs, barnakór og hljómsveit
Gefin út 1954
Tónlistarstefna Jólalög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Ingibjörg Þorbergs - Hin fyrstu jól - Klukknahljóð - er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni flytur Ingibjörg Þorbergs tvö jólalög ásamt barnakór og hljómsveit sem hún stjórnaði. Ingibjörg samdi Hin fyrstu jól og útsetti bæði lögin. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hin fyrstu jól - Lag - texti: Ingibjörg Þorbergs - Kristján frá Djúpalæk - Hljóðdæmi 
  2. Klukknahljóð - Lag - texti: Pierpont - Loftur Guðmundsson


Í útvarpssal[breyta | breyta frumkóða]

.

Ingibjörg Þorbergs, barnakór og hljómsveit í útvarpssal 1954.


Platan var endurútgefin á 45 snúninga plötu 1964 (EXP-IM 120). Hér má sjá umslag þeirrar plötu.

Hin fyrstu jól - tilurð[breyta | breyta frumkóða]

Ingibjörg Þorbergs segir í viðtali í Morgunblaðinu[1]Tage Ammendrup hafi beðið sig um að gera jólalag..

..en það hefðu ekki verið til nein íslensk jólalög. Kristján frá Djúpalæk sendi mér í hvelli texta og úr varð „Hin fyrstu jól“ sem ég hef verið svo þakklát landsmönnum fyrir að hafa tekið því svona vel, margir kórar, einsöngvarar, kvartettar og fleira hafa sungið þetta. Tage Ammendrup á heiðurinn af þessu.

Ljóðið við „Hin fyrstu jól”[breyta | breyta frumkóða]

Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg,
í dvala sig strætin þagga.
Í bæn hlýtur svölun brotleg sál
frá brunni himneskra dagga.
Öll jörðin er sveipuð jólasnjó
og jatan er ungbarns vagga.

Og stjarnan skín gegnum skýjahjúp
með skærum, lýsandi bjarma,
og inn í fjárhúsið birtan berst,
og barnið réttir út arma,
en móðirin sælasti svanni heims,
hún sefur með bros um hvarma.

Og hjarðmaður birtist, um húsið allt
ber höfga reykelsis-angan,
í huga flytur hann himni þökk
og hjalar við reifarstrangann,
svo gerir hann krossmark, krýpur fram
og kyssir barnið á vangann.

Ljóð: Kristján frá Djúpalæk

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Morgunblaðið, 27. nóvember 2005, bls. 16.