Independence-fjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Norður-Grænlandi með Independence-firði fyrir miðju.

Independence-fjörður er langur fjörður sem gengur inn í Norður-Grænland úr Wandel-hafi í Norður-Íshafinu. Fjörðurinn er um 200 km langur og allt að 30 km breiður. Jørgen Brønlund-fjörður er lítill fjörður sem gengur norður úr honum, og Hagensfjörður er stór fjörður sem gengur suður úr honum. Við mynni fjarðarins mætir hann Danmerkurfirði við eyjarnar Eyju Þyríar prinsessu og Eyju Margrétar prinsessu. Fjörðurinn myndar suðurmörk Pearylands.

Bandaríski landkönnuðurinn Robert Peary gaf firðinum þetta nafn af því hann sá hann fyrst á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí 1892. Danski fornleifafræðingurinn Eigil Knuth nefndi Independence I-menninguna og Independence II-menninguna, byggt á mannvistarleifum sem hann fann þar, eftir firðinum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.