Fara í innihald

Ilmskúfur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ilmskúfur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: (Brassicales)
Ætt: Krossblómaætt (Brassicaceae)
Ættkvísl: Matthiola
Tegund:
M. incana

Tvínefni
Matthiola incana
(L.) W.T.Aiton
Samheiti
Listi
 • Cheiranthus albus Mill.
 • Cheiranthus annuus L.
 • Cheiranthus coccineus Mill.
 • Cheiranthus fenestralis L.
 • Cheiranthus graecus Pers.
 • Cheiranthus hortensis Lam.
 • Cheiranthus incanus L.
 • Cheiranthus viridis Ehrh.
 • Hesperis aestiva Lam.
 • Hesperis fenestralis (L.) Lam.
 • Hesperis incana (L.) Kuntze
 • Hesperis violaria Lam.
 • Leucoium incanum Moench
 • Mathiolaria annua (L.) Chevall.
 • Matthiola annua (L.) Sweet
 • Matthiola fenestralis (L.) R.Br.
 • Microstigma incanum Britton[1]

Ilmskúfur,[2] eða levkoj, (Matthiola(en) incana) er garðplöntutegund af krossblómaætt.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Vaxtarhæð plöntunnar getur orðið 20–40 sentimetrar. Blómin eru einföld, vaxa í stórum, þéttum klösum og eru mjög ilmrík. Þau eru ýmist hvít, kremgul, bleik, rauð, fjólublá eða blá. Plantan er yfirleitt blómviljug á sólríkum vaxtarstað.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Upprunastaður plöntunnar er við Miðjarðarhafið, frá Baleareyjum að vestanverðum Balkanskaga. Hún þarf frekar kalkríkan jarðveg og vex oft í klettaveggjum meðfram sjó.

Notkun[breyta | breyta frumkóða]

Plantan hefur verið ræktuð sem skrautjurt, ilmjurt og til afskurðar allt síðan á 16. öld. Hún hefur verið ræktuð á Íslandi sem sumarblóm síðan a.m.k. í lok 19. aldar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Matthiola incana en PlantList
 2. „Matthiola incana“, Wikipedia (enska), 10. janúar 2019, sótt 27. mars 2019
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.