Ilmskúfur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ilmskúfur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: (Brassicales)
Ætt: Krossblómaætt (Brassicaceae)
Ættkvísl: Matthiola
Tegund:
M. incana

Tvínefni
Matthiola incana
(L.) W.T.Aiton
Samheiti

Ilmskúfur,[2] eða levkoj, (Matthiola(en) incana) er garðplöntutegund af krossblómaætt.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Vaxtarhæð plöntunnar getur orðið 20–40 sentimetrar. Blómin eru einföld, vaxa í stórum, þéttum klösum og eru mjög ilmrík. Þau eru ýmist hvít, kremgul, bleik, rauð, fjólublá eða blá. Plantan er yfirleitt blómviljug á sólríkum vaxtarstað.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Upprunastaður plöntunnar er við Miðjarðarhafið, frá Baleareyjum að vestanverðum Balkanskaga. Hún þarf frekar kalkríkan jarðveg og vex oft í klettaveggjum meðfram sjó.

Notkun[breyta | breyta frumkóða]

Plantan hefur verið ræktuð sem skrautjurt, ilmjurt og til afskurðar allt síðan á 16. öld. Hún hefur verið ræktuð á Íslandi sem sumarblóm síðan a.m.k. í lok 19. aldar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Matthiola incana en PlantList
  2. „Matthiola incana“, Wikipedia (enska), 10. janúar 2019, sótt 27. mars 2019
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.