Fara í innihald

Igor Vori

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Igor Vori
Igor Vori í leik gegn Frakklandi á Evrópumeistaramótinu 2010.

Igor Vori (fæddur 20. september 1980 í Zagreb) er króatískur handknattleiksmaður. Hann á króatíska móður og albansk-ættaðan föður frá Kosovo í Serbíu.

Vori lék með króatíska karlalandsliðinu í handknattleik þegar það vann til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla árið 2003 og á sumarólympíuleikunum 2004 og vann til silfurverðlauna með króatíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla árið 2005 og á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla árið 2008, þar sem hann var valinn besti varnarmaðurinn. Hann vann aftur til silfurverðlauna með króatíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla árið 2009 og var valinn leikmaður mótsins.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.