Ignacy Łukasiewicz
Útlit
Jan Józef Ignacy Łukasiewicz (1822 - 1882) var pólskur lyfjafræðingur og var fyrstur til að uppgötva aðferð til að eima steinolíu úr olíu. Hann var stofnandi pólsks olíuiðnaðar og frumherji í alþjóðaviðskiptum með olíu. Þessi viðskipti gerðu hann vellauðugan og notaði hann auð sinn til góðgerðamála innan mið-Evrópu.