Iceland Hotel Collection by Berjaya
Iceland Hotel Collection by Berjaya | |
Rekstrarform | Einkahlutafélag |
---|---|
Slagorð | Farsæl íslensk upplifun |
Hjáheiti | BERJAYA HOTELS ICELAND hf |
Staðsetning | Ísland |
Starfsemi | Hótel- og veitingarekstur |
Heildareignir | 17 ma. kr. |
Móðurfyrirtæki | Berjaya Land Berhad |
Dótturfyrirtæki | Hótel Edda |
Starfsfólk | 780 |
Vefsíða | icelandhotelcollectionbyberjaya.com |
Iceland Hotel Collection by Berjaya (áður Icelandair Hotels) er eitt stærsta hótelfyrirtæki á Íslandi. Félagið er dótturfyrirtæki malasísku samsteypunnar Berjaya, og rekur 13 hótel (þar af 11 heilsárshótel) sem samanstanda af 1.811 hótelherbergjum, 9 veitingastöðum og 3 heilsulindum[1]. Sex hótelanna eru rekin undir merkjum Berjaya Iceland Hotels og fjögur til viðbótar undir vörumerkjum Hilton Worldwide í gegnum sérleyfissamning.
Eigandi Iceland Hotel Collection by Berjaya er malasíska hótel-, veitinga-, og fasteignaþróunarfélagið Berjaya Land Berhad. Gengið var frá sölusamningi við Icelandair í ársbyrjun 2021 en fyrsti hluti samningsins um kaup á 75% hlut í félaginu gekk í gegn árið 2019.[2]
Félagið var áður þekkt sem Icelandair Hotels (Flugleiðahótel ehf), en nafnabreytingar á móðurfélaginu og Berjaya Iceland Hotels keðjunni (áður Icelandair Hotels) voru gerðar í september 2022[3].
Eignir
[breyta | breyta frumkóða]1.543 hótelherbergi eru innan Iceland Hotel Collection á samtals 13 hótelum[1]. Flest hótelanna eru á höfuðborgarvæðinu, en þar að auki rekur félagið hótel á Suður-, Austur- og Norðurlandi[4].
Heilsárshótel
[breyta | breyta frumkóða]- Alda Hotel Reykjavík (90 herbergi)
- Berjaya Reykjavík Natura Hotel (220 herbergi)
- Berjaya Reykjavik Marina Hotel (147 herbergi)
- Berjaya Akureyri Hotel (99 herbergi)
- Berjaya Mývatn Hotel (59 herbergi)
- Berjaya Hérað Hotel (60 herbergi)
- Berjaya Höfn Hotel (36 herbergi)
- Hilton Reykjavik Nordica (252 herbergi)
- Reykjavik Konsúlat Hótel (50 herbergi)
- Canopy by Hilton Reykjavik City Centre (112 herbergi)
- Iceland Parliament Hotel (162 herbergi)
Sumarhótel
[breyta | breyta frumkóða]- Hótel Edda Akureyri (204 herbergi)
- Hótel Edda Egilsstaðir (52 herbergi)
Fyrrum Icelandair Hótel
[breyta | breyta frumkóða]Nokkur Icelandair Hótel sem voru annað hvort í eigu Flugleiðahótela eða rekin af einkaaðilum í gegnum sérleyfissamninga eru ekki lengur starfandi undir merkjum félagsins. Nokkur þeirra eru:
- Icelandair Hótel Vík
- Icelandair Hótel Klaustur
- Icelandair Hótel Keflavík
- Icelandair Hótel Hengill
- Icelandair Hótel Hamar
- Icelandair Hótel Flúðir
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Berjaya kaupir Icelandair Hotels“. www.vb.is. Sótt 2. september 2023.
- ↑ „Selja síðustu 25% í Icelandair Hotels“. www.vb.is. Sótt 2. september 2023.
- ↑ Sigurðsson, Bjarki (21. september 2022). „Breyta nafni hótelkeðju Icelandair og Flugleiða - Vísir“. visir.is. Sótt 2. september 2023.
- ↑ Berjaya, Iceland Hotel Collection by. „Hotels and locations“. Iceland Hotel Collection by Berjaya (enska). Sótt 2. september 2023.