Fara í innihald

Hilton Hotels & Resorts

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hilton Hotels[1] & Resorts (áður þekkt sem Hilton Hotels) er alþjóðleg hótelkeðja og eitt af vörumerkjum bandaríska hótelrisans Hilton Worldwide.[2] Vörumerkið er jafnframt flaggskip fyrirtækisins.

Eitt Hilton hótel (Hilton Reykjavik Nordica) er að finna á Íslandi, en það er rekið af Iceland Hotel Collection by Berjaya (áður Icelandair Hotels) í gegnum sérleyfissamning við Hilton Worldwide.

Fyrirtækið var stofnað af Conrad Hilton. Frá og með 30. desember 2019 voru 584 eignir með 216.379 herbergi í 94 löndum undir vörumerkinu.[3] Árið 2020 setti tímaritið Fortune Hilton Hotels & Resorts í fyrsta sæti á Fortune listanum yfir 100 bestu vinnustaðina árið 2020, byggt á könnun starfsmanna um ánægju.[4]

Hilton Edinburgh Carlton í Edinborg í Skotlandi
  1. Refreshed Hilton Hotels & Resorts Brand Identity Emphasizes Leisure Portfolio.
  2. „Company Overview of Hilton Worldwide Holdings Inc“. investing.businessweek.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. febrúar 2008. Sótt 21. ágúst 2014.
  3. „Best Hilton Hotels & Resorts“. U.S. News & World Report. 1. febrúar 2017. Sótt 27. febrúar 2017.
  4. Jessica Snouwaert. „The 25 best companies to work for, based on employee satisfaction“. Business Insider. Sótt 1. apríl 2020.
  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.