Fara í innihald

Iced Earth

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jon Schaffer (2013).
Stu Block (2012).
Matt Barlow (2010).

Iced Earth er bandarísk þungarokkshljómsveit, stofnuð í Tampa, Flórída árið 1985 af gítarleikaranum Jon Schaffer. Upphaflega hét hljómsveitin Purgatory. Sveitin gaf út nokkur demó áður en fyrsta samnefnda plata þeirra kom út. Sveitin tók sér hlé árin 1992-1995 en kom aftur með kröftugan söngvara Matt Barlow.

Iced Earth naut aðallega vinsælda í Evrópu til að byrja með og Schaffer varð vinur meðlima þýsku powermetalhljómsveitarinnar Blind Guardian. Árið 1999 gaf sveitin út tónleikadisk frá Aþenu en áhugasemi og kraftur grískra aðdáenda hennar vakti hrifningu Schaffers. Barlow hætti árið 2001 og gerðist lögreglumaður. Við tók Tim "Ripper" Owens sem hafði verið með Judas Priest. Owens var með þar til ársins 2008 en þá kom Barlow aftur í þrjú ár. Söngvari sveitarinnar 2011-2021 var Stu Block (áður í kanadísku sveitinni Into Eternity). Ýmsar aðrar breytingar á liðskipan hafa verið í gegnum árin. Framtíð sveitarinnar er í óvissu eftir að Schaffer var handtekinn vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington í janúar 2021, sem hann tók þátt í. Þrír meðlimir bandsins hættu vegna þess.

Hljómsveitin spilar blöndu af hefðbundnu þungarokki, þrassi,powermetal og framsæknu þungarokki. Yrkisefni hefur verið allt frá sögulegum atburðum, vísindaskáldskap og hryllingssögum.

Iced Earth, Stokkhólmi árið 2009.
  • Jon Schaffer — gítar, hljómborð og söngur (1985–)

Fyrrum meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Brent Smedley — trommur (1996-1997, 1998-1999, 2006–2013, 2015–2021)

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Iced Earth (1990)
  • Night of the Stormrider (1991)
  • Burnt Offerings (1995)
  • The Dark Saga (1996)
  • Something Wicked This Way Comes (1998)
  • Horror Show (2001)
  • The Glorious Burden (2004)
  • Framing Armageddon: Something Wicked Part 1 (2007)
  • The Crucible of Man: Something Wicked Part 2 (2008)
  • Dystopia (2011)
  • Plagues of Babylon (2014)
  • Incorruptible (2017)

Tónleikaskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Alive in Athens (1999)
  • Live in the ancient Kourion (2013)

Ábreiðuplötur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Tribute to the Gods (2002)

Safnplötur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Days of Purgatory (1997)
  • The Blessed and the Damned (2004)