Fara í innihald

Húnavatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Húnavatn er vatn í Húnaþingi skammt frá Húnaós. Í Húnavatn renna Vatnsdalsá og Laxá á Ásum. Skammt frá Húnavatni eru Þingeyrar og lá þjóðbraut þar um og yfir vaðið á Húnavatni lágu leiðir frá Vatnsnesi yfir Bjargaós. Landnámsmaðurinn Ingimundur gamli fann hvítabjörn og tvo húna á Húnavatni og nefndi vatnið eftir þeim. Hann fór með dýrin til Noregs og gaf Haraldi hárfagra og fékk í staðinn skipið Stíganda.