Stormsvala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hydrobates pelagicus)
Jump to navigation Jump to search
Stormsvala
European Storm Petrel From The Crossley ID Guide Eastern Birds.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Pípunefir (Procellariiformes)
Ætt: Sæsvöluætt (Hydrobatidae)
Undirætt: Hydrobatinae
Ættkvísl: Hydrobates
F. Boie, 1822
Tegund:
H. pelagicus

Tvínefni
Hydrobates pelagicus
(Linnaeus, 1758)
Hydrobatesmap2.png
Undirtegundir

P. p. pelagicus (Linnaeus, 1758)
P. p. melitensis (Schembri, 1843)

Samheiti

Procellaria pelagica Linnaeus, 1758

Egg stormsvölu.

Stormsvala (fræðiheiti: Hydrobates pelagicus) er fugl af pípunefja eða sæsvöluætt. Stormsvala er minnsti sjófugl í Evrópu. Hún er brúnsvört með þverstýft stél. Vængir eru dökkir að ofan en ljós rák á undirvæng. Goggur og fætur eru svartir og gumpur er snjóhvítur. Stormsvala er farfugl. Hún lifir á dýrasvifi og smáfiskum. Stormsvala flögrar um eins og fiðrildi. Hún verpir oft í stórum byggðum. Stormsvala eyðir ævinni út á rúmsjó og kemur eingöngu að landi til að verpa og koma upp ungum. Hún verpir einu eggi í holu og gjótu í lok júní eða byrjun júlí og situr á eggi í sex vikur.

Stærsta varp stormsvölu á Íslandi er í Elliðaey en hún verpir einnig í tveimur öðrum eyjum Vestmannaeyja og í Ingólfshöfða og Skrúði.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist