Fara í innihald

Hvarf (Grænland)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvarf (fyrir miðri mynd) og suðurströnd Egger-eyju. Eins og sjá má hér er hafið út af Hvarfi oftast fullt af hafís.

Hvarf (sem á dönsku heitir Kap Farvel og á grænlensku Uummannarsuaq) á suðurströnd Egger-eyju er syðsti oddi Grænlands. Egger og nálægar eyjar eru kallaðar Egger-skerjagarðurinn og tilheyra byggðarlaginu Nanortalik.