Fara í innihald

Hvítkál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heilt og sundurskorið hvítkálshöfuð.

Hvítkál (Fræðiheiti Brassica oleracea var. capitata) er tvíær jurt sem er ræktuð sem einær matjurt og ein algengasta og mest ræktaða káltegundin. Hvítkál er náskylt káltegundum svo sem rauðkáli, blöðrukáli, rósakáli, blómkáli og spergilkáli og einnig mustarði, piparrót og karsa. Höfuðkál er safnheiti fyrir ræktunarafbrigði af Brassica oleraceae var. capitata en til þeirra teljast eftirfarandi kálafbrigði: 

  • hvítkál (Brassica oleracea var. capitata f. alba)
  • rauðkál (Brassica oleracea var. capitata f. rubra)
  • blöðrukál (Brassica oleracea var. sabauda)
  • toppkál (Brassica oleracea var. capitata elliptica).

Hvítkál er matreitt á ýmsan hátt og oft soðið í súpur eða notað í hrásalat. Hvítkál er einnig súrsað eða gerjað og búið til súrkál.