Spergilkál
Útlit
Spergilkál (sprotakál eða brokkólí, fræðiheiti Brassica oleracea var. silvestris) er ræktunarafbrigði garðakáls. Það myndar stóra klasa grænna blómknúppa sem eru það eina sem er étið af plöntunni, líkt og hjá blómkáli, sem er náskylt afbrigði. Spergilkál var fyrst og fremst ræktað á Ítalíu, þar sem það var þekkt að minnsta kosti frá tímum Rómverja, fram á 19. öld þegar ræktun þess breiddist hægt út til annarra landa. Nafnið er dregið af því að bragðið af stilkunum þykir minna á spergil. Það þolir vel kulda.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Spergilkál.