Fara í innihald

Hundraðmannahellir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hundraðmannahellir (hét upphaflega Hundraðsmannahellir) er hellir í basalthrauni sunnan við Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Sagt er að þar hafi hundrað manns falið sig fyrir sjóræningjum frá Alsír í Tyrkjaráninu 1627 og af því hafi hellirinn fengið nafn sitt. Hópurinn sem faldi sig þar í Tyrkjaráninu fannst vegna þess að einhver heimamanna hafði tekið hundinn sinn með og hann var að snuðra fyrir utan. Ólíklegt er samt að 100 manns geti komist fyrir í honum, frekar 20-30 manns. Sagt er að hundurinn hafi samt frekar verið að gelta mjög hátt og þess vegna fundu ræningjarnir hópinn.

Hellirinn er nánast lokaður vegna sigs og jarðvegs sem safnast hefur í hellismunnann og er því ekki aðgengilegur.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.