Human Resource Machine

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Human Resource Machine er tölvuleikur sem byggir á að leysa þrautir með myndrænni forritun. Leikurinn var þróaður af Tomorrow Corporation og kom út árið 2015 fyrir Microsoft Windows, OS X og Wii U og fyrir Linux, iOS og Android árið 2016. Í leiknum er starfsmaður í skrifstofu stórfyrirtækis sem þarf að leysa verkefni sem byggja á því að færa hluti millli inn- og útboxs og til og frá geymslu tákngervingur fyrir hugtök í vélamáli. Spilari leysir ýmsar þrautir og býr til forrit til að ljúka við tiltekin verkefni.