Hugtök í nótnaskrift

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nótnaskrift á við þau tákn sem eru notuð í nótnaheftum.

Línur[breyta | breyta frumkóða]

Music-staff.png Nótnastrengir
Allar nótur eru ritaðar með tilliti til nótnastrengjanna. Með G-lyklinum (diskantlyklinum) er neðsti stafurinn E4 eða E yfir mið-C.
Music-ledger.png Aukalínur
Línur sem er bætt við fyrir ofan eða neðan nótnastreng.
Music-bar.svg Taktstrik
Notað til aðgreiningar á takti.
Music-doublebar.png Tvöfalt taktstrik
Notað til aðgreiningar á tveimur hlutum eða hendingum. Feitletruð tvöföld taktstrik gefa til kynna að lagi eða hreyfingu sé lokið.

Lyklar[breyta | breyta frumkóða]

Lyklar afmarka tónhæðina og eru meðal fyrstu táknanna til vinstri á nótnastrengnum.

Music-Gclef.png G-lykill[1] (diskantlykill)
Algengasti lykill í nótnaskrift. Miðja spíralsins afmarkar nótuna G yfir mið-C.
Music-Cclef.png C-lykill (altlykill eða tenórlykill)
Tákn sem sýnir stöðu einstrikaðs C á nótnastreng sem er þriðja línan á myndinni hér til vinstri.
Music-Fclef.png F-lykill (bassalykill)[1]
Línan sem liggur á milli punktanna tveggja í F-lyklinum er nótan F fyrir neðan mið-C.
Music-wholenote.png Heilnóta — heilnótuþögn[1] Music-wholerest.png
Music-halfnote.png Hálfnóta — hálfnótuþögn[1] Music-halfrest.png
Music-quarternote.png Fjórðapartsnóta — fjórðapartsþögn[1] Crochet2.PNG
Music-eighthnote.png Áttundapartsnóta — áttundapartsþögn[1] Music-eighthrest.png
Music-sixteenthnote.png Sextándapartsnóta — sextándapartsþögn Music-sixteenthrest.png
Music-dotnote.png Punkteruð nóta[1]
Einn punktur á eftir nótu eykur lengdargildi hennar um helming.[1] Þegar tveir punktar eru á eftir nótu þá jafngildir seinni punkturinn helmingnum af þeim fyrsta.[1] -punktar lengja nótu um af gildi sínu. Einnig er hægt að lengja hvíldir á sama hátt.[1]

Formerki í tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Algeng formerki[breyta | breyta frumkóða]

Formerki breyta tónhæð þeirrar nótu sem það fylgir. modify the pitch of the notes that follow them on the same staff position within a measure, unless cancelled by an additional accidental.

Music-flat.png Lækkunarmerki[1] (bé)
Lækkar tónhæð nótu um einn hálftón.
Music-sharp.png Hækkunarmerki[1] (kross)
Hækkar tónhæð nótu um einn hálftón.
Music-natural.png Afturköllunarmerki[1]
Ógildir fyrri hækkun eða lækkun á tónhæð.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,00 1,01 1,02 1,03 1,04 1,05 1,06 1,07 1,08 1,09 1,10 1,11 1,12 Tónfræði, fyrsta stig eftir Svein Eyþórsson