Hugo Gernsback

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Amazing Stories, þekktasta tímarit Hugo Gernsback.

Hugo Gernsback (fæddur Hugo Gernsbacher, 16. ágúst 188419. ágúst 1967) var bandarískur uppfinningamaður, rithöfundur og útgefandi, sem er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa gefið út fyrsta hreinræktaða vísindaskáldsagnatímaritið Amazing Stories frá 1926. Hann er því stundum talinn einn af „feðrum vísindaskáldsögunnar“, ásamt Jules Verne og H. G. Wells. Hugo-verðlaunin eru kennd við hann.

Gernsback fæddist í Lúxemborg en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna 1904. Árið 1908 stofnaði hann fyrsta tímaritið sem bæði fjallaði um útvarpstækni og rafeindatækni, Modern Electrics. Fimm árum síðar stofnaði hann tímaritið The Electrical Experimenter þar sem hann hóf að birta sögur, ásamt greinum, meðal annars framhaldssöguna Ralph 124C 41+ eftir sjálfan sig. Árið 1919 stofnaði hann tímaritið Radio News og 1925 stofnaði hann útvarpsstöðina WRNY sem sendi út frá 18. hæð á Roosevelt Hotel í New York-borg.

Árið 1926 stofnaði Gernsback fyrsta tímaritið sem var helgað vísindaskáldskap eingöngu, Amazing Stories. Í mars 1929 varð hann gjaldþrota og missti tímaritin sín til annarra útgefenda. Eftir gjaldþrotið stofnaði hann tvö ný vísindaskáldsagnatímarit, Science Wonder Stories og Air Wonder Stories, sem voru sameinuð sem Wonder Stories skömmu síðar. Hann seldi síðar tímaritið til Thrilling Publications. Eitt síðasta tímaritið sem Gernsback stofnaði var Science-Fiction Plus sem kom út 1953.

Gernsback var þekktur fyrir óvandaða viðskiptahætti og fyrir að greiða höfundum mjög lítið eða jafnvel ekkert fyrir sögurnar sem hann birti.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.