Huangshan-fjallgarðurinn
Huangshan-fjallgarðurinn („Gulufjöll“) (kínverska: 黄山) eru í suðurhluta Anhui-héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Fjallgarðurinn nær yfir 154 ferkílómetra svæði og eru 72 tindar hans sumir meira en 1.000 metra háair. Í skýjuðu veðri eru tindarnir umluktir leyndardómsfullri skýjaþoku en þegar sólin skín birtist fjallgarðurinn í allri sinni dýrð. Árið 1990 voru Gulafjöll sett á Heimsminjaskrá UNESCO
Fjöllin mynduðust á miðlífsöld fyrir um 100 milljónum ára þegar fornt haf hvarf vegna hækkunar lands. Síðar, á Kvartertímabilinu, mótaðist landslagið af áhrifum jökla.
Fjallgarðurinn í Huangshan hefur marga tinda. Þrír þekktustu tindarnir heita Lianhua Feng („Lotus Tindur“) sem er 1.864 metrar hár, Guang Ming Ding („Bjarti tindur“) 1.860 metrar, og og Tiandu Feng („Tindur Himinskauts“) sem er 1.829 metrar.
Huangshan-fjallgarðurinn varð fyrirmynd hinum fljótandi Hallelújafjöllum í kvikmyndinni Avatar sem gerð var árið 2009. Í vísindaskáldskapnum voru Hallelújafjöll í Pandoru, lífvænlegs tungls gasplánetu í Alpha Century stjörnukerfinu.
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Ferðamenn gagna tröppur í Gulufjöllum
-
Gulufjöll í skýjaþoku
-
Níu dreka foss í Gulufjöllum
-
Gulufjöll umlukin leyndardómsfullri skýjaþoku