Hryðjuverkin í Manchester árið 2017

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nálægt Manchester Arena.

Sjálfsmorðsárás við Manchester Arena í Manchesterborg var gerð þann 22. maí árið 2017 eftir tónleika bandarísku söngkonunnar Ariana Grande.

Árásarmaðurinn, Salman Abedi, kom sér fyrir í fordyri tónleikasalarins og sprengdi heimagerða sprengjum með nöglum með þeim afleiðingum að 22 létust og 64 særðust. Yngsta fórnarlambið var 8 ára.

Abedi, 22 ára, var fæddur í Manchester og kom úr líbískri fjölskyldu sem hafði flúið Muammar Gaddafi. Fjölskyldan hafði farið aftur til Líbíu eftir að Gaddafi hafði verið komið frá völdum.

Árásin var sú mannskæðasta síðan hryðjuverkin 7. júlí 2005 í London voru gerð og fyrsta hryðjuverkaárásin í Manchester síðan IRA sprengdi þar verslunarmiðstöð árið 1996. Theresa May forsætisráðherra Bretlands færði viðbúnaðarstigið í krítískt eftir árásina; að árásir væru yfirvofandi.

Grande hélt góðgerðartónleikana One Love Manchester þann 4. júní til styrktar þeirra særðu. Á þeim söfnuðust um 17 milljón pund.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „2017 Manchester Arena bombing“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. maí 2017.